Kaup AT&T á Time Warner staðfest Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 10:27 Vísir/EPA Fjarskiptafyrirtækið AT&T ætlar að kaupa Time Warner á 84,5 milljarða dala eða tæplega tíu þúsund milljarða króna. Kaupsamningurinn var samþykktur í gærkvöldi og er þetta stærsti kaupsamningur ársins. Með kaupunum mun AT&T fá fjölda sjónvarpsstöðva eins og HBO og CNN, kvikmyndaver TW og margt fleira. Fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum árum snúið sér að því að sjá bæði um dreifingu efnis á netinu og framleiðslu þess. Samkeppnisyfirvöld Bandaríkjanna eiga þó eftir að samþykkja samrunann.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn í Bandaríkjunum áhyggjur af stærð fjölmiðlarisa og þá sérstaklega eftir að Comcast keypti NBC Universal árið 2013. „Samruni af þessari stærðargráðu kallar á umfangsmikið mat og skoðun,“ segir öldungaþingmaðurinn Richard Blumenthal. „Ég mun skoða hann gaumgæfilega og hvað hann þýðir fyrir neytendur og veski þeirra.“ Þá sagði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gær að hann myndi koma í veg fyrir samrunann yrði hann kjörinn forseti og koma slíta Comcast og NBC aftur í sundur. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Randall Stephenson, framkvæmdastjóra AT&T, vegna kaupanna. Donald Trump Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið AT&T ætlar að kaupa Time Warner á 84,5 milljarða dala eða tæplega tíu þúsund milljarða króna. Kaupsamningurinn var samþykktur í gærkvöldi og er þetta stærsti kaupsamningur ársins. Með kaupunum mun AT&T fá fjölda sjónvarpsstöðva eins og HBO og CNN, kvikmyndaver TW og margt fleira. Fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum árum snúið sér að því að sjá bæði um dreifingu efnis á netinu og framleiðslu þess. Samkeppnisyfirvöld Bandaríkjanna eiga þó eftir að samþykkja samrunann.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn í Bandaríkjunum áhyggjur af stærð fjölmiðlarisa og þá sérstaklega eftir að Comcast keypti NBC Universal árið 2013. „Samruni af þessari stærðargráðu kallar á umfangsmikið mat og skoðun,“ segir öldungaþingmaðurinn Richard Blumenthal. „Ég mun skoða hann gaumgæfilega og hvað hann þýðir fyrir neytendur og veski þeirra.“ Þá sagði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gær að hann myndi koma í veg fyrir samrunann yrði hann kjörinn forseti og koma slíta Comcast og NBC aftur í sundur. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Randall Stephenson, framkvæmdastjóra AT&T, vegna kaupanna.
Donald Trump Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira