Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 24-28 | Montrétturinn er FH-inga Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. október 2016 21:45 FH skellti Haukum 28-24 í sjöundu umferð Olís-deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld. Montrétturinn er því svarthvítaliðsins í Hafnarfirði.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Góður varnarleikur FH lagði grunninn að sigrinum en liðið lék einnig vel sóknarlega, þó liðið hafi átt erfitt með finna leiðina framhjá Giedrius Morkunas framan af leik. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þriðja mark FH á 19. mínútu en markverðir liðanna voru í aðalhlutverki lengst af. Haukar voru þremur færri þegar Óðinn skoraði og strax í kjölfarið fjórum færri í eina mínútu og 38 sekúndur. FH skoraði strax en vann leikkaflan samt aðeins 1-0. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks fékk varnartröllið og línumaður FH, Jóhann Karl Reynisson beint rautt spjald og virtist allt ætla að sjóða upp úr. Haukar voru alls 14 mínútur utan vallar í fyrri hálfleik en FH aðeins fjórar með rauða spjaldinu. FH náði ekki að nýta yfirtöluna sem skildi og voru Haukar marki yfir í hálfleik 11-10. Lætin virtust ætla að halda áfram í seinni hálfleik því Haukar fengu áttundu brottvísunina þegar innan við 30 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik og þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af hálfleiknum fékk Jón Bjarni Ólafsson hægri skytta FH beint rautt spjald fyrir að hrinda Adami Hauki Baumruk í loftinu. Haukar fengu þó aðeins eina brottvísun í viðbót það sem eftir lifði leiks en liðið átti í miklum vandærðum með að skora framan af fyrri hálfleik og náði FH að byggja upp forystu sem liðið lét ekki af hendi þrátt fyrir hetjulega baráttu Hauka. Haukar sitja eftir í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 4 stig í 7 leikjum. FH er aftur á móti í efri hluta deildarinnar með 7 stig. Janus Daði: Við erum ekki nógu góðir„Við byrjum hörku vel og fleygjum fjögurra marka forskoti frá okkur í einhverju kjaftæði,“ sagði ósáttur Janus Daði Smárason skömmu eftir leikinn. „Við erum 14 mínútur útaf í fyrri hálfleik og 18 mínútur alls. Við erum of mikið á hælunum varnarlega.“ Janus sagði það óneitanlega hafa tekið á að vera svo mikið einum færri FH var alls 12 mínútur einum færri í leiknum. „Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn en þú heldur ekki út heilan leik á móti svona góðu liði, það er erfitt að ætla að vinna þá manni færri. „Auðvitað er ég ósammála einhverjum dómum hérna en ég er það alltaf. Við getum algjörlega kennt okkur sjálfum um. Það eru of mörg smáatriði sem klikka. Það ræður úrslitum,“ sagði Janus. Haukar voru á einum tímapunkti í fyrri hálfleik fjórum mönnum færri. „Við fáum tvisvar tvær og svo tvær á bekkinn. Ég var ekkert að fylgjast með og hélt að hann hefði gefið gult á bekkinn og Heimir væri að skipta við mig og labbaði bara inn á eins og einhver bjáni og fæ að fjúka útaf líka. „Við töpuðum þeim kafla bara 1-0 og þá hélt ég að gangur leiksins væri með okkur en það er ógeðslega svekkjandi að ná ekki að vinna heima. Við eigum eftir að gera það fyrir fólkið okkar sem mæta aftur og aftur og við náum ekki að skila þeim þessum tveim stigum sem við eigum skilið,“ sagði Janus. Haukar eru með 4 stig í sjö leikjum í deildinni og ljóst að þessi byrjun Íslandsmeistaranna er ekki boðleg. „Alls ekki. Í fyrstu leikjunum erum við andlausir en í kvöld þurfum við bara að framkvæma hlutina betur. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir því á æfingum. Við erum ekki nógu góðir,“ sagði Janus Daði. Halldór Jóhann: Mjög ánægður með þetta„Eins og sést á mér, þá er ég brosmildur. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir sigurinn á Haukum. „Þetta var mjög sterkur sigur. Að fá bara 24 mörk á sig hér á sterkum heimavelli Hauka með þeirra frábæra lið. Ég er mjög ánægður.“ Haukar byrjuðu leikinn betur og komust fjórum mörkum yfir. Þá fá missa Haukar fjóra leikmenn af leikvelli en FH nær aðeins að vinna þann leikkafla 1-0 en í kjölfarið byrjaði liðið að saxa á forskot Hauka áður en liðið náði forystunni í seinni hálfleik. „Þegar ég kíkti á töfluna eftir 14 mínútur sá ég að við vorum bara búnir að skora 2 mörk og staðan var 6-2. En við vorum samt að fá færi. „Við klikkuðum á tveimur vítum og fleira en við vorum að spila vörn. Við náðum að halda vörninni sem var lykilatriði í þessu. „Svo voru allir klárir. Sama hvað gekk á þá skipti það engu máli. Menn voru fljótir að aðlagast nýju hlutverki og verkefninu,“ sagði Halldór. FH-ingar fengu tvö bein rauð spjöld auk þess sem Ágúst Birgisson fékk að líta rauða spjaldið vegna þriggja tveggja mínútna brottvísana. Halldór sagðist vilja sjá þetta aftur áður en hann dæmdi dómarana. „Ég á eftir að kíkja á þetta. Þeir voru alveg vissir og þetta er okkar besta dómarapar. Verður maður ekki að treysta því þangað til maður sér annað? „Eins og þetta sá við mér þá finnst mér erfitt að meta þetta í hita leiksins. Leikurinn bar þess merki að FH – Haukar væru að spila. Hann var ekkert grófari heldur en oft áður. Þetta var harður leikur eins og allir bjuggust við. „Ég held þetta sé í takt við nýjar áherslur. Þetta er oft svona á haustin. Það er afleiðing brots er í raun og veru það sem varnarmaðurinn ber ábyrgð á. Við verðum að treysta dómurunum og bauna á þá eftir á ef þeir hafa gert eitthvað vitlaust,“ sagði glaður Halldór Jóhann.Vísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
FH skellti Haukum 28-24 í sjöundu umferð Olís-deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld. Montrétturinn er því svarthvítaliðsins í Hafnarfirði.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Góður varnarleikur FH lagði grunninn að sigrinum en liðið lék einnig vel sóknarlega, þó liðið hafi átt erfitt með finna leiðina framhjá Giedrius Morkunas framan af leik. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þriðja mark FH á 19. mínútu en markverðir liðanna voru í aðalhlutverki lengst af. Haukar voru þremur færri þegar Óðinn skoraði og strax í kjölfarið fjórum færri í eina mínútu og 38 sekúndur. FH skoraði strax en vann leikkaflan samt aðeins 1-0. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks fékk varnartröllið og línumaður FH, Jóhann Karl Reynisson beint rautt spjald og virtist allt ætla að sjóða upp úr. Haukar voru alls 14 mínútur utan vallar í fyrri hálfleik en FH aðeins fjórar með rauða spjaldinu. FH náði ekki að nýta yfirtöluna sem skildi og voru Haukar marki yfir í hálfleik 11-10. Lætin virtust ætla að halda áfram í seinni hálfleik því Haukar fengu áttundu brottvísunina þegar innan við 30 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik og þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af hálfleiknum fékk Jón Bjarni Ólafsson hægri skytta FH beint rautt spjald fyrir að hrinda Adami Hauki Baumruk í loftinu. Haukar fengu þó aðeins eina brottvísun í viðbót það sem eftir lifði leiks en liðið átti í miklum vandærðum með að skora framan af fyrri hálfleik og náði FH að byggja upp forystu sem liðið lét ekki af hendi þrátt fyrir hetjulega baráttu Hauka. Haukar sitja eftir í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 4 stig í 7 leikjum. FH er aftur á móti í efri hluta deildarinnar með 7 stig. Janus Daði: Við erum ekki nógu góðir„Við byrjum hörku vel og fleygjum fjögurra marka forskoti frá okkur í einhverju kjaftæði,“ sagði ósáttur Janus Daði Smárason skömmu eftir leikinn. „Við erum 14 mínútur útaf í fyrri hálfleik og 18 mínútur alls. Við erum of mikið á hælunum varnarlega.“ Janus sagði það óneitanlega hafa tekið á að vera svo mikið einum færri FH var alls 12 mínútur einum færri í leiknum. „Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn en þú heldur ekki út heilan leik á móti svona góðu liði, það er erfitt að ætla að vinna þá manni færri. „Auðvitað er ég ósammála einhverjum dómum hérna en ég er það alltaf. Við getum algjörlega kennt okkur sjálfum um. Það eru of mörg smáatriði sem klikka. Það ræður úrslitum,“ sagði Janus. Haukar voru á einum tímapunkti í fyrri hálfleik fjórum mönnum færri. „Við fáum tvisvar tvær og svo tvær á bekkinn. Ég var ekkert að fylgjast með og hélt að hann hefði gefið gult á bekkinn og Heimir væri að skipta við mig og labbaði bara inn á eins og einhver bjáni og fæ að fjúka útaf líka. „Við töpuðum þeim kafla bara 1-0 og þá hélt ég að gangur leiksins væri með okkur en það er ógeðslega svekkjandi að ná ekki að vinna heima. Við eigum eftir að gera það fyrir fólkið okkar sem mæta aftur og aftur og við náum ekki að skila þeim þessum tveim stigum sem við eigum skilið,“ sagði Janus. Haukar eru með 4 stig í sjö leikjum í deildinni og ljóst að þessi byrjun Íslandsmeistaranna er ekki boðleg. „Alls ekki. Í fyrstu leikjunum erum við andlausir en í kvöld þurfum við bara að framkvæma hlutina betur. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir því á æfingum. Við erum ekki nógu góðir,“ sagði Janus Daði. Halldór Jóhann: Mjög ánægður með þetta„Eins og sést á mér, þá er ég brosmildur. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir sigurinn á Haukum. „Þetta var mjög sterkur sigur. Að fá bara 24 mörk á sig hér á sterkum heimavelli Hauka með þeirra frábæra lið. Ég er mjög ánægður.“ Haukar byrjuðu leikinn betur og komust fjórum mörkum yfir. Þá fá missa Haukar fjóra leikmenn af leikvelli en FH nær aðeins að vinna þann leikkafla 1-0 en í kjölfarið byrjaði liðið að saxa á forskot Hauka áður en liðið náði forystunni í seinni hálfleik. „Þegar ég kíkti á töfluna eftir 14 mínútur sá ég að við vorum bara búnir að skora 2 mörk og staðan var 6-2. En við vorum samt að fá færi. „Við klikkuðum á tveimur vítum og fleira en við vorum að spila vörn. Við náðum að halda vörninni sem var lykilatriði í þessu. „Svo voru allir klárir. Sama hvað gekk á þá skipti það engu máli. Menn voru fljótir að aðlagast nýju hlutverki og verkefninu,“ sagði Halldór. FH-ingar fengu tvö bein rauð spjöld auk þess sem Ágúst Birgisson fékk að líta rauða spjaldið vegna þriggja tveggja mínútna brottvísana. Halldór sagðist vilja sjá þetta aftur áður en hann dæmdi dómarana. „Ég á eftir að kíkja á þetta. Þeir voru alveg vissir og þetta er okkar besta dómarapar. Verður maður ekki að treysta því þangað til maður sér annað? „Eins og þetta sá við mér þá finnst mér erfitt að meta þetta í hita leiksins. Leikurinn bar þess merki að FH – Haukar væru að spila. Hann var ekkert grófari heldur en oft áður. Þetta var harður leikur eins og allir bjuggust við. „Ég held þetta sé í takt við nýjar áherslur. Þetta er oft svona á haustin. Það er afleiðing brots er í raun og veru það sem varnarmaðurinn ber ábyrgð á. Við verðum að treysta dómurunum og bauna á þá eftir á ef þeir hafa gert eitthvað vitlaust,“ sagði glaður Halldór Jóhann.Vísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira