Kumlið í Ásum telst ríkulegt Svavar Hávarðsson skrifar 12. október 2016 06:45 Mjaðmabein fornmannsins marandi í hálfu kafi sem sýnir að lítið er í raun eftir af kumlinu. mynd/uggi ævarsson Sérfræðingar Fornleifastofnunar Íslands vinna með þá kenningu að einn þeirra gripa sem fannst í landi Ytri-Ása í Skaftártungu sé örvaroddur. Sé sú raunin er fornleifafundurinn enn sérstakari en áður var talið þar sem örvaroddar hafa tiltölulega sjaldan fundist í kumlum á Íslandi. Eins og komið hefur fram fundu gæsaskyttur upphaflega heillegt sverð á bökkum Eldvatns sem mun vera frá 10. öld, en um mánuði síðar fann annar hópur gæsaveiðimanna mannabein og nokkra smáhluti aðeins í nokkurra tuga metra fjarlægð frá fundarstað sverðsins. Staðfest hefur verið að tveir þessara muna eru spjótsoddur og hnífur, en sá þriðji er hugsanlega örvaroddur sem verður sannað, eða afsannað, með frekari rannsóknum á næstu dögum. Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun, hefur, ásamt kollega sínum, Mjöll Snæsdóttur, annast greiningu á gripunum sem fundust fyrir Minjastofnun. „Gripurinn er mjög illa farinn, og líkt og með spjótsoddinn hefur hann verið afmyndaður eins og tíðkaðist með gripi sem voru lagðir með þeim sem féllu frá á þessum tíma – ekki síst vopn. Þetta gæti verið örvaroddur en kannski eitthvað allt annað,“ segir Guðrún Alda. Sé um örvarodd að ræða er ljóst að kumlið er ríkulegt á íslenskan mælikvarða. Telja má líklegt að aðeins hluti gripanna sem upphaflega voru lagðir þar hafi fundist enda kumlið illa farið. Hnífurinn sem fannst er stór og mikill, segir Guðrún Alda og gæti verið vopn frekar en vinnutæki. Spjótsoddurinn er jafnframt sérstakur, en aðeins hafa fundist um 80 spjót hér á landi frá söguöld til þessa. Örvaroddarnir eru enn færri eða 15 eftir því sem næst verður komist, og þar af voru sex í sama kumlinu. Hafa ber í huga að bogi og örvar voru fyrst og síðast veiðitæki og ekki mikil þörf fyrir slík veiðitæki hérlendis. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, segir að varðandi fornleifafundinn megi segja að unnið sé með tvær sviðsmyndir. Annars vegar að sverðið sé úr sama kumli og beinin, ásamt þeim gripum sem fundust þar, og hins vegar að um tvö kuml sé að ræða. Erfitt sé hins vegar að kveða upp úr með það vegna þess hversu illa vatnagangurinn í Eldvatninu hefur leikið svæðið allt. „Það eina sem hægt er að gera er að rannsaka svæðið og athuga hvort kumlin séu jafnvel fleiri, en reynslan sýnir að þar sem kuml finnst eru þau oft fleiri sem þar leynast í næsta nágrenni,“ segir Uggi, en þekkt er að um þriðjungur þeirra kumla sem hér hafa fundist eru í svokölluðum kumlateigum þar sem eru fleiri en eitt kuml á sama stað. „Það má líka segja að það megi undrum sæta hversu fá kuml hafa fundist hérlendis,“ segir Uggi en oftast er ástæða þess að kuml finnst að á staðnum hafi jörð blásið upp eða landbrot sé af öðrum ástæðum, en eins vegna framkvæmda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Líkamsleifar í að minnsta kosti tveimur af hverjum fimm íslenskum kumlum sem rannsökuð voru reyndust af fólki sem fæddist ekki á Íslandi. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að landnám hafi tekið langan tíma segir fornleifafræðingur. 6. desember 2013 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Sérfræðingar Fornleifastofnunar Íslands vinna með þá kenningu að einn þeirra gripa sem fannst í landi Ytri-Ása í Skaftártungu sé örvaroddur. Sé sú raunin er fornleifafundurinn enn sérstakari en áður var talið þar sem örvaroddar hafa tiltölulega sjaldan fundist í kumlum á Íslandi. Eins og komið hefur fram fundu gæsaskyttur upphaflega heillegt sverð á bökkum Eldvatns sem mun vera frá 10. öld, en um mánuði síðar fann annar hópur gæsaveiðimanna mannabein og nokkra smáhluti aðeins í nokkurra tuga metra fjarlægð frá fundarstað sverðsins. Staðfest hefur verið að tveir þessara muna eru spjótsoddur og hnífur, en sá þriðji er hugsanlega örvaroddur sem verður sannað, eða afsannað, með frekari rannsóknum á næstu dögum. Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun, hefur, ásamt kollega sínum, Mjöll Snæsdóttur, annast greiningu á gripunum sem fundust fyrir Minjastofnun. „Gripurinn er mjög illa farinn, og líkt og með spjótsoddinn hefur hann verið afmyndaður eins og tíðkaðist með gripi sem voru lagðir með þeim sem féllu frá á þessum tíma – ekki síst vopn. Þetta gæti verið örvaroddur en kannski eitthvað allt annað,“ segir Guðrún Alda. Sé um örvarodd að ræða er ljóst að kumlið er ríkulegt á íslenskan mælikvarða. Telja má líklegt að aðeins hluti gripanna sem upphaflega voru lagðir þar hafi fundist enda kumlið illa farið. Hnífurinn sem fannst er stór og mikill, segir Guðrún Alda og gæti verið vopn frekar en vinnutæki. Spjótsoddurinn er jafnframt sérstakur, en aðeins hafa fundist um 80 spjót hér á landi frá söguöld til þessa. Örvaroddarnir eru enn færri eða 15 eftir því sem næst verður komist, og þar af voru sex í sama kumlinu. Hafa ber í huga að bogi og örvar voru fyrst og síðast veiðitæki og ekki mikil þörf fyrir slík veiðitæki hérlendis. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, segir að varðandi fornleifafundinn megi segja að unnið sé með tvær sviðsmyndir. Annars vegar að sverðið sé úr sama kumli og beinin, ásamt þeim gripum sem fundust þar, og hins vegar að um tvö kuml sé að ræða. Erfitt sé hins vegar að kveða upp úr með það vegna þess hversu illa vatnagangurinn í Eldvatninu hefur leikið svæðið allt. „Það eina sem hægt er að gera er að rannsaka svæðið og athuga hvort kumlin séu jafnvel fleiri, en reynslan sýnir að þar sem kuml finnst eru þau oft fleiri sem þar leynast í næsta nágrenni,“ segir Uggi, en þekkt er að um þriðjungur þeirra kumla sem hér hafa fundist eru í svokölluðum kumlateigum þar sem eru fleiri en eitt kuml á sama stað. „Það má líka segja að það megi undrum sæta hversu fá kuml hafa fundist hérlendis,“ segir Uggi en oftast er ástæða þess að kuml finnst að á staðnum hafi jörð blásið upp eða landbrot sé af öðrum ástæðum, en eins vegna framkvæmda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Líkamsleifar í að minnsta kosti tveimur af hverjum fimm íslenskum kumlum sem rannsökuð voru reyndust af fólki sem fæddist ekki á Íslandi. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að landnám hafi tekið langan tíma segir fornleifafræðingur. 6. desember 2013 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00
Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Líkamsleifar í að minnsta kosti tveimur af hverjum fimm íslenskum kumlum sem rannsökuð voru reyndust af fólki sem fæddist ekki á Íslandi. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að landnám hafi tekið langan tíma segir fornleifafræðingur. 6. desember 2013 07:00
Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07