Mikil gróska í nýsköpun: Fjárfest fyrir 9,6 milljarða í sprotafyrirtækjum á árinu Sæunn Gísladóttir skrifar 12. október 2016 10:00 Stærsta fjárfestingin á síðasta ári var 30 milljón dollara fjárfesting NEA í CCP. Mynd/CCP Frá fjórða ársfjórðungi 2015 fram til lok þriðja ársfjórðungs 2016 var fjárfest í nýsköpun á Íslandi fyrir 83,7 milljónir dollara, jafnvirði 9,6 milljarða íslenskra króna, samkvæmt tölum Norðurskautsins. Ein mjög stór fjárfesting var á tímabilinu í CCP sem nam 30 milljónum dollara, sé hún tekin út fyrir sviga nam heildarfjárfesting 53,7 milljónum dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna. Á árinu hefur verið tilkynnt um samtals 26 fjárfestingar, níu á fjórða ársfjórðungi 2015, sjö á fyrsta ársfjórðungi 2016, fjórar á þeim öðrum og loks sex á síðasta ársfjórðungi. Stór hluti fjármagnsins, 60,3 milljónir dollara af þessum 83,7 miljónum dollara, eða um 72 prósent hafa komið erlendis frá.Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic StartupsMeðalfjárfesting nam 4,08 milljónum dollara, 467 milljónum króna, á síðasta ársfjórðungi sem er fjórum sinnum meira en meðalfjárfesting á öðrum ársfjórðungi og hæsta meðalfjárfestingin frá því að Norðurskautið fór að hefja mælingar (sé fjárfestingin í CCP tekin út fyrir sviga). „Við erum mjög ánægð með þessa þróun, bæði að upphæð fjárfestinganna er að hækka og að uppruni fjárfestingarinnar sé í auknum mæli frá útlöndum,“ segir Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. „Þetta er hvort tveggja til marks um batnandi ástand.“ „Mikið af fyrirtækjum sem hafa verið að gera það gott á síðustu árum eru nú komin í seinni fjármögnunarlotur þar sem þau geta fengið stuðning frá stærri erlendum sjóðum,“ segir Oddur. Oddur bætir við að viðhorf erlendra fjárfesta til Íslands hafi breyst í kjölfar jákvæðra frétta, til að mynda áætlana um afnám gjaldeyrishafta. Hann segist mikið hafa rætt gjaldeyrishöftin við erlenda kollega og að þeir séu að átta sig betur á því að þetta sé ekki eins áhættusamt og þeir halda þegar þeir heyra orðið gjaldeyrishöft. „Þegar þeir heyra um hvað ástandið og senan hefur batnað og hvað fyrirtækin lofa góðu, þá blasir ástandið aðeins öðruvísi við.“ Vert er að nefna að innlendir sjóðir, á borð við Nýsköpunarsjóð, Frumtak II og Eyri Invest, hafa verið mjög duglegir að fjárfesta í sprotum á árinu.„Sjóðirnir eiga stóran þátt í því að bæta frumkvöðlaumhverfið á síðasta áratug, ekki bara með beinni fjárfestingu heldur einnig með tengslanetum sínum og því að miðla þekkingu sinni til íslenskra frumkvöðla,“ segir Oddur Sturluson. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Frá fjórða ársfjórðungi 2015 fram til lok þriðja ársfjórðungs 2016 var fjárfest í nýsköpun á Íslandi fyrir 83,7 milljónir dollara, jafnvirði 9,6 milljarða íslenskra króna, samkvæmt tölum Norðurskautsins. Ein mjög stór fjárfesting var á tímabilinu í CCP sem nam 30 milljónum dollara, sé hún tekin út fyrir sviga nam heildarfjárfesting 53,7 milljónum dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna. Á árinu hefur verið tilkynnt um samtals 26 fjárfestingar, níu á fjórða ársfjórðungi 2015, sjö á fyrsta ársfjórðungi 2016, fjórar á þeim öðrum og loks sex á síðasta ársfjórðungi. Stór hluti fjármagnsins, 60,3 milljónir dollara af þessum 83,7 miljónum dollara, eða um 72 prósent hafa komið erlendis frá.Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic StartupsMeðalfjárfesting nam 4,08 milljónum dollara, 467 milljónum króna, á síðasta ársfjórðungi sem er fjórum sinnum meira en meðalfjárfesting á öðrum ársfjórðungi og hæsta meðalfjárfestingin frá því að Norðurskautið fór að hefja mælingar (sé fjárfestingin í CCP tekin út fyrir sviga). „Við erum mjög ánægð með þessa þróun, bæði að upphæð fjárfestinganna er að hækka og að uppruni fjárfestingarinnar sé í auknum mæli frá útlöndum,“ segir Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. „Þetta er hvort tveggja til marks um batnandi ástand.“ „Mikið af fyrirtækjum sem hafa verið að gera það gott á síðustu árum eru nú komin í seinni fjármögnunarlotur þar sem þau geta fengið stuðning frá stærri erlendum sjóðum,“ segir Oddur. Oddur bætir við að viðhorf erlendra fjárfesta til Íslands hafi breyst í kjölfar jákvæðra frétta, til að mynda áætlana um afnám gjaldeyrishafta. Hann segist mikið hafa rætt gjaldeyrishöftin við erlenda kollega og að þeir séu að átta sig betur á því að þetta sé ekki eins áhættusamt og þeir halda þegar þeir heyra orðið gjaldeyrishöft. „Þegar þeir heyra um hvað ástandið og senan hefur batnað og hvað fyrirtækin lofa góðu, þá blasir ástandið aðeins öðruvísi við.“ Vert er að nefna að innlendir sjóðir, á borð við Nýsköpunarsjóð, Frumtak II og Eyri Invest, hafa verið mjög duglegir að fjárfesta í sprotum á árinu.„Sjóðirnir eiga stóran þátt í því að bæta frumkvöðlaumhverfið á síðasta áratug, ekki bara með beinni fjárfestingu heldur einnig með tengslanetum sínum og því að miðla þekkingu sinni til íslenskra frumkvöðla,“ segir Oddur Sturluson.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira