Framtíð HM í fótbolta gæti ráðist á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:30 Gianni Infantino. Vísir/Getty Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum. HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum.
HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira