Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2016 19:30 Vísir/Getty Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira