Ronaldo átt 20 skot á EM án þess að skora Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2016 10:00 Ronaldo skýtur og skýtur en það fer ekkert inn. vísir/epa Það hefur nákvæmlega ekkert gengið upp hjá Cristiano Ronaldo, stórstjörnu Portúgala, á EM sem stendur nú yfir í Frakklandi. Portúgal hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa í F-riðli, fyrst gegn Íslandi á þriðjudaginn og svo gegn Austurríki í gærkvöldi. Ronaldo verður ekki sakaður um að hafa ekki verið að reyna í leikjunum tveimur. Real Madrid-maðurinn átti 10 skot í báðum leikjunum og því 20 skot í heildina án þess að skora. Til að setja þessar tölur í eitthvað samhengi, þá hefur Ronaldo átt fleiri skot en níu lið á EM.20 – Cristiano Ronaldo (20 shots, 0 goals) has attempted more shots at #Euro2016 than nine other teams. Toil. — OptaJoe (@OptaJoe) June 18, 2016Fjórtán af þessum 20 skotum hafa komið fyrir utan teig en aðeins sex inni í teignum. Ronaldo komst næst því að skora gegn Austurríki í gærkvöldi þegar vítaspyrna hans hafnaði í stönginni. Þrátt fyrir svekkjandi úrslit í gær var leikurinn gegn Austurríki sögulegur fyrir Ronaldo. Hann lék sinn 129. landsleik fyrir Portúgal í gær og sló þar með leikjamet Luís Figo með landsliðinu. Leikurinn í gærkvöldi var einnig sextándi leikur Ronaldos í lokakeppni EM en hann er leikjahæstur í sögu keppninnar ásamt Frakkanum Lilian Thuram og Hollendingnum Edwin van der Sar.Ronaldo fær vítaspyrnu sem hann setur í stöngina! Skorar svo mark sem dæmt er af vegna rangstöðu. Enn 0-0. #EMÍsland https://t.co/oi0xOFh5oq— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Sjá meira
Það hefur nákvæmlega ekkert gengið upp hjá Cristiano Ronaldo, stórstjörnu Portúgala, á EM sem stendur nú yfir í Frakklandi. Portúgal hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa í F-riðli, fyrst gegn Íslandi á þriðjudaginn og svo gegn Austurríki í gærkvöldi. Ronaldo verður ekki sakaður um að hafa ekki verið að reyna í leikjunum tveimur. Real Madrid-maðurinn átti 10 skot í báðum leikjunum og því 20 skot í heildina án þess að skora. Til að setja þessar tölur í eitthvað samhengi, þá hefur Ronaldo átt fleiri skot en níu lið á EM.20 – Cristiano Ronaldo (20 shots, 0 goals) has attempted more shots at #Euro2016 than nine other teams. Toil. — OptaJoe (@OptaJoe) June 18, 2016Fjórtán af þessum 20 skotum hafa komið fyrir utan teig en aðeins sex inni í teignum. Ronaldo komst næst því að skora gegn Austurríki í gærkvöldi þegar vítaspyrna hans hafnaði í stönginni. Þrátt fyrir svekkjandi úrslit í gær var leikurinn gegn Austurríki sögulegur fyrir Ronaldo. Hann lék sinn 129. landsleik fyrir Portúgal í gær og sló þar með leikjamet Luís Figo með landsliðinu. Leikurinn í gærkvöldi var einnig sextándi leikur Ronaldos í lokakeppni EM en hann er leikjahæstur í sögu keppninnar ásamt Frakkanum Lilian Thuram og Hollendingnum Edwin van der Sar.Ronaldo fær vítaspyrnu sem hann setur í stöngina! Skorar svo mark sem dæmt er af vegna rangstöðu. Enn 0-0. #EMÍsland https://t.co/oi0xOFh5oq— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Sjá meira