Erlent

Fjölmenni á mótmælum í Istanbúl

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá mótmælunum í Istanbúl.
Frá mótmælunum í Istanbúl. Vísir/EPA
Hundruð þúsunda eru samankomin í Istanbúl í Tyrklandi til að mótmæla valdaránstilraunar hersins í borginni í júlí síðastliðnum. 

Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, var viðstaddur þessi mótmæli í dag ásamt leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Erdogan ávarpaði samkomuna þar sem hann sagðist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að dauðarefsingar yrðu teknar aftur í landinu.

Rúmlega 270 manns féllu í valdaránstilrauninni 15. júlí síðastliðinn en hún varð til þess að yfirvöld ákváðu að ráðast í miklar hreinsanir á embættismannakerfi landsins. Þúsundir voru annað hvort hnepptir í hald eða vikið úr starfi vegna meints stuðnings við klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld saka um að vera höfuðpaurinn að baki valdaránstilraunarinnar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×