Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2016 21:15 Nýjar hallamælingar staðfesta að þrýstingur í Heklu er orðinn meiri en var fyrir tvö síðustu gos. Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. Síðasta Heklugos hófst í lok febrúar árið 2000 en þá hafði fjallið gosið nokkuð reglulega á tíu ára fresti frá árinu 1970. En þótt nú séu liðin sextán ár frá því jarðeldur opnaðist síðast í þessu frægasta eldfjalli Íslands varar jarðeðlisfræðiprófessorinn Páll Einarsson við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara. „Hekla er vissulega hættuleg. Við gætum staðið uppi með stórslys í byrjun næsta goss, ef við vörum okkur ekki. Sérstaklega vegna þess að aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur,” segir Páll.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hekla er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður. Það eru ferðamannahópar á Heklu mikinn hluta sumars nú orðið.” Ferðalöngum í háloftunum gæti einnig stafað hætta af fjallinu, að mati Páls. „Það fljúga flugvélar hlaðnar farþegum beint yfir toppinn á Heklu, 20-30 sinnum á sólarhring. Þetta eru hættumóment sem við þurfum að taka alvarlega.” Og það er tilefni til þess að hafa varann á. „Við erum nýbúin að mæla halla á hallamælistöð við Heklu, sem hefur sýnt mjög áreiðanleg merki, - sem sýnir það og staðfestir að Hekla hefur verið að safna kviku og er enn að safna kviku fyrir næsta gos. Og er komin með þrýsting sem er hærri heldur en var fyrir tvö síðustu gos. Þannig að hún er alveg til í slaginn, hvenær sem er,” segir Páll Einarsson. Tengdar fréttir Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nýjar hallamælingar staðfesta að þrýstingur í Heklu er orðinn meiri en var fyrir tvö síðustu gos. Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. Síðasta Heklugos hófst í lok febrúar árið 2000 en þá hafði fjallið gosið nokkuð reglulega á tíu ára fresti frá árinu 1970. En þótt nú séu liðin sextán ár frá því jarðeldur opnaðist síðast í þessu frægasta eldfjalli Íslands varar jarðeðlisfræðiprófessorinn Páll Einarsson við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara. „Hekla er vissulega hættuleg. Við gætum staðið uppi með stórslys í byrjun næsta goss, ef við vörum okkur ekki. Sérstaklega vegna þess að aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur,” segir Páll.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hekla er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður. Það eru ferðamannahópar á Heklu mikinn hluta sumars nú orðið.” Ferðalöngum í háloftunum gæti einnig stafað hætta af fjallinu, að mati Páls. „Það fljúga flugvélar hlaðnar farþegum beint yfir toppinn á Heklu, 20-30 sinnum á sólarhring. Þetta eru hættumóment sem við þurfum að taka alvarlega.” Og það er tilefni til þess að hafa varann á. „Við erum nýbúin að mæla halla á hallamælistöð við Heklu, sem hefur sýnt mjög áreiðanleg merki, - sem sýnir það og staðfestir að Hekla hefur verið að safna kviku og er enn að safna kviku fyrir næsta gos. Og er komin með þrýsting sem er hærri heldur en var fyrir tvö síðustu gos. Þannig að hún er alveg til í slaginn, hvenær sem er,” segir Páll Einarsson.
Tengdar fréttir Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27