Handbolti

Evrópumeistararnir hans Dags byrja á sigri í Ríó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur er yfirleitt vel líflegur á hliðarlínunni.
Dagur er yfirleitt vel líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta byrja Ólympíuleikana í Ríó á sigri, en þeir unnu þriggja marka sigur á Svium í dag, 32-29.

Þjóðverjar voru nánast sterkari frá upphafi og leiddu meðal annars í hálfleik, 18-15, en Svíar náðu svo að jafna í 23-23 í síðari hálfleik. Þá skoraði Tobias Reichmann tvö mörk í röð og virtust þeir ætla að stinga af.

Annað kom á daginn því aftur jöfnuðu Svíarnir, nú í 25-25, en eftir það skildu leiðir og Dagur og hans menn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum þetta árið.

Þeir unnu Evrópumótið í janúar og byrja vel á Ólympíuleikunum. Næsti leikur Þýskaland er gegn Póllandi á þriðjudag, en Svíar mæta Egyptalandi þann dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×