Segir sögur með timbri Starri Freyr Jónsson skrifar 6. júní 2016 12:00 ,,Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann,“ segir Örn Hackert. Veggurinn er hans verk. MYND/STEFÁN Örn Hackert hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli fyrir verk sín en hann endurvinnur m.a. gamlan við og gefur honum nýtt líf í ýmsu formi. Meðal þess sem Örn hefur hannað og smíðað undanfarin ár eru hillur, veggir, myndarammar, bakkar og ýmsar stærðir og gerðir af borðum.Öll borðin á nýjum veitingastað í borginni eru skreytt andlitum frægra einstaklinga.MYND/STEFÁNSkemmtileg verkefni Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá Erni. Nýlega smíðaði hann innréttingar fyrir nýjan veitingastað í Borgartúni í Reykjavík sem var virkilega skemmtilegt verkefni að eigin sögn. „Þar er m.a. stór veggur sem ég fékk að hanna eftir eigin höfði en þar notaði ég alls konar timbur. Borðin á staðnum eru líka skreytt andlitsmyndum af frægum þannig að það er virkilega skemmtileg upplifum að koma þarna þótt ég segi sjálfur frá. Ég kom einnig að stækkun og breytingum á Greifanum Barbershop í Reykjavík þar sem hugurinn fékk að vera alveg frjáls, ótrúlega skemmtilegt verkefni líka.“Timbur í uppáhaldi Af ýmsu hráefni sem hann vinnur með er timbur í uppáhaldi. „Það er hægt að vinna svo mikið með timbur í alls konar útfærslum. Reyndar finnst mér oft að hægt sé að segja sögur með timbrinu. Ég er þó alls ekki fastur í því. Öll hráefni heilla mig en bara á ólíkan hátt.“ Verkefnin eru fjölbreytt enda fátt sem ekki vekur áhuga hans að eigin sögn. Voldugt afgreiðsluborð úr gömlum viði.MYND/STEFÁN„Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann. Sem dæmi þá hef ég unnið mikið með flotuð gólf sem var að verða frekar einhæft. Því vildi ég finna eitthvað sem myndi grípa gólfið og ákvað að mála nokkurs konar mottu á það. Ég sótti innblásturinn í dýraríkið og varð svarti pardusinn fyrir valinu. Einnig bjó ég til munstur utan um pardusinn sem verður til þess að rýmið virkar betur sem ein heild.“Næg verkefni framundan Ýmis spennandi verkefni eru fram undan hjá Erni. „Nú er ég t.d. að vinna með húðflúrurum við að setja upp nýja tattústofu. Þar verður afgreiðsluborðið sérstaklega flott eða nokkurs konar stæða af trjádrumbum. Þá var ég að eignast gám sem mig langar að breyta í færanlega íbúð. Svo er á stefnuskránni að klára að smíða borðstofuborð sem ég teiknaði fyrir einu ári. Hönnun Arnar má sjá á Facebook.Gamall skenskur sem Örn breytti í vaskaðstöðu á hárgreiðslustofu. Sérstakur og flottur gripur sem vekur athygli. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Örn Hackert hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli fyrir verk sín en hann endurvinnur m.a. gamlan við og gefur honum nýtt líf í ýmsu formi. Meðal þess sem Örn hefur hannað og smíðað undanfarin ár eru hillur, veggir, myndarammar, bakkar og ýmsar stærðir og gerðir af borðum.Öll borðin á nýjum veitingastað í borginni eru skreytt andlitum frægra einstaklinga.MYND/STEFÁNSkemmtileg verkefni Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá Erni. Nýlega smíðaði hann innréttingar fyrir nýjan veitingastað í Borgartúni í Reykjavík sem var virkilega skemmtilegt verkefni að eigin sögn. „Þar er m.a. stór veggur sem ég fékk að hanna eftir eigin höfði en þar notaði ég alls konar timbur. Borðin á staðnum eru líka skreytt andlitsmyndum af frægum þannig að það er virkilega skemmtileg upplifum að koma þarna þótt ég segi sjálfur frá. Ég kom einnig að stækkun og breytingum á Greifanum Barbershop í Reykjavík þar sem hugurinn fékk að vera alveg frjáls, ótrúlega skemmtilegt verkefni líka.“Timbur í uppáhaldi Af ýmsu hráefni sem hann vinnur með er timbur í uppáhaldi. „Það er hægt að vinna svo mikið með timbur í alls konar útfærslum. Reyndar finnst mér oft að hægt sé að segja sögur með timbrinu. Ég er þó alls ekki fastur í því. Öll hráefni heilla mig en bara á ólíkan hátt.“ Verkefnin eru fjölbreytt enda fátt sem ekki vekur áhuga hans að eigin sögn. Voldugt afgreiðsluborð úr gömlum viði.MYND/STEFÁN„Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann. Sem dæmi þá hef ég unnið mikið með flotuð gólf sem var að verða frekar einhæft. Því vildi ég finna eitthvað sem myndi grípa gólfið og ákvað að mála nokkurs konar mottu á það. Ég sótti innblásturinn í dýraríkið og varð svarti pardusinn fyrir valinu. Einnig bjó ég til munstur utan um pardusinn sem verður til þess að rýmið virkar betur sem ein heild.“Næg verkefni framundan Ýmis spennandi verkefni eru fram undan hjá Erni. „Nú er ég t.d. að vinna með húðflúrurum við að setja upp nýja tattústofu. Þar verður afgreiðsluborðið sérstaklega flott eða nokkurs konar stæða af trjádrumbum. Þá var ég að eignast gám sem mig langar að breyta í færanlega íbúð. Svo er á stefnuskránni að klára að smíða borðstofuborð sem ég teiknaði fyrir einu ári. Hönnun Arnar má sjá á Facebook.Gamall skenskur sem Örn breytti í vaskaðstöðu á hárgreiðslustofu. Sérstakur og flottur gripur sem vekur athygli.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira