Erlent

Hollande varar við árásum á EM

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
François Hollande, forseti Frakka, varar við hættu á Hryðjuverkum á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar.
François Hollande, forseti Frakka, varar við hættu á Hryðjuverkum á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar.
François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi.

„Þessi hætta er til staðar. En við megum ekki vera hrædd. Við munum gera allt til að tryggja að mótið fari friðsamlega fram,“ sagði Hollande í viðtali við útvarpsstöðina France Inter.

Mótið hefst tíunda júní og er búist við hálfri þriðju milljón ferðamanna. Leikinn verður 51 leikur á tíu leikvöngum víðs vegar um landið.

Fyrir mánaðamót varaði utan­ríkis­ráðuneyti Bandaríkjanna Banda­ríkjamenn við því að heimsækja Frakkland vegna hættu á hryðjuverkaárásum.

Leikvanga verður þó vel gætt í Frakklandi en um 90 þúsund gæslumenn verða starfandi í landinu. 77 þúsund lögreglumenn og þrettán þúsund öryggisverðir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×