Fótbolti

Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór í leiknum í kvöld.
Gylfi Þór í leiknum í kvöld. Vísir/Eyþór
Gylfi Þór Sigurðsson segir að 4-0 sigurinn á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld hafi verið góð æfing fyrir liðið áður en stóra stundin rennur upp á EM í Frakklandi.

Ísland heldur utan til Frakklands á morgun og mætir Portúgal í fyrsta leik á þriðjudag í næstu viku.

„Við náðum að æfa þá hluti sem við vildum æfa fyrir leikinn gegn Portúgal,“ sagði Gylfi við Vísi eftir leikinn í kvöld.

„Það var gott að fá að hlaupa hér í 90 mínútur. Það var góð stemning á leiknum, síðasti leikurinn hans Lars hér í Laugardalnum og kannski síðasti leikur Eiðs.“

„Leikurinn var nokkurn veginn eftir bókinni. Ef þetta hefði verið keppnisleikur hefðum við pressað þá frá upphafi en við vildum detta líka aðeins niður eins og við munum gera gegn Portúgal - vera þolinmóðir og verjast með öllum mönnum,“ sagði Gylfi Þór.

„Svo pressuðum við þá líka sem tekur meira á en það er líka gott fyrir okkur að fá að hlaupa í heilan leik. Tilfinningin fyrir EM núna er mjög góð og við getum ekki beðið eftir að komast út til Frakklands og byrja að æfa.“


Tengdar fréttir

Alfreð: Elska að skora mörk

Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×