Óskarsverðlaunahafinn Ben Affleck mun leikstýra sjálfum sér í næstu Batman-mynd. Tilkynnt var um þetta á Comic-Con-ráðstefnunni í San Diego í dag að Affleck muni ekki aðeins leika Bruce Wayne, sem bregður sér í gervi leðurblökumannsins, heldur einnig leikstýra myndinni. Affleck fór einmitt með þetta hlutverk í myndinni Batman v Superman: Dawn of Justice sem var frumsýnd síðastliðið vor.
Affleck mun einnig birtast sem Batman í Justice League, sem er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, en þar koma saman ofurhetjurnar Superman, Batman, Flash, Aquaman, Wonder Woman og Cyborg til að vernda jörðina.
Fjölmiðlar fengu að heimsækja tökustað myndarinnar í síðasta mánuði en þar sagðist Affleck vera kominn með handrit að næstu Batman-mynd.
„Ég er ekki nógu ánægður með það til að fara og gera Batman-mynd,“ sagði Affleck um handritið og sagðist hafa mikinn metnað fyrir því að hafa það sem best.
Staðfest að Ben Affleck leikstýrir næstu Batman-mynd
Tengdar fréttir
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari
Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar.
Ný stikla úr Suicide Squad: Will Smith, Jared Leto og Margot Robbie fara á kostum
Kvikmyndaverið Warner Bros hefur haft myndina Suicide Squad, sem er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi, í framleiðslu í langan tíma.
Nýr trailer einblínir á Jókerinn
Batman bregður einnig fyrir í nýjasta trailer Suicide Squad.