„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 11:14 Aðstandendur áætla að um 15 þúsund manns hafi mætt í gönguna á síðasta ári. Vísir/Andri Marinó Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira