Hver var árásarmaðurinn í München? Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 14:12 Árásarmaðurinn var átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna. Vísir/AFP Þýskir og erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. Segja þeir hann hafa heitið Ali David Solboly, átján ára þýskan pilt af írönskum uppruna. Solboly bjó á heimili foreldra sinna og var fæddur og uppalinn í München. Níu manns fórust í árásinni sem átti sér stað í og í kringum verslunarmiðstöðina Olympia-Einkaufszentrum sem er að finna í hverfinu Moosach nærri Ólympíuvöllinn í borginni. Auk þeirra sem fórust fyrirfór Solboly sér skömmu eftir árásina. Flest fórnarlömbin voru á aldrinum fjórtán til tvítugs.EinfariFréttamaður Verdens Gang hefur rætt við nágranna Solboly og segir hann hafa verið einfara og borið út dagblöð. Fyrir árásina sáu einhverjir nágrannanna hann bera út blaðið, og tók einhver þeirra eftir því að hann heilsaði þeim ekki. „Hann var oft einn á ferð eða í fámennum hópum,“ segir nágranninn Safete Dalipi í samtali við VG. Lögregla gerði húsleit á heimili Solboly og foreldra hans snemma í morgun, en íbúðin er í hverfinu Bezirk Maxvorstadt. Þar fannst ekkert sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar fundust fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.Solboly-fjölskyldan býr í fjölbýlishúsi við Dachauer Strasse í München.Vísir/AFPGlímdi við þunglyndiLögregla greindi einnig frá því í morgun að Solboly hafi verið einn að verki og að hann hafi glímt við þunglyndi og leitað aðstoðar vegna þess. Solboly notaðist við 9 mm Glock skammbyssu í árásinni og segir lögregla að hann hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir byssunni.Tengsl við BreivikLögregla í München segir ljóst að tengsl séu á milli árásarmannsins og árása Anders Behring Breivik í Ósló og Útey árið 2011, en fimm ár voru í gær frá árásunum í Noregi. Segir lögregla ljóst að Breivik hafi veitt Solboly innblástur. Á myndskeiði frá árás gærdagsins má sjá árásarmanninn hrópa að hann hafi þurft að þola einelti í sjö ár þar sem hann stóð á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Segja nágrannar hafa lesið um að hann hafi þurft að þola einelti á netinu, en að foreldrar hans hafi aldri minnst á að eitthvað væri að. Ekkert kveðjubréf hefur fundist og segir lögregla ljóst að foreldrar Solboly hafi ekkert vitað um áætlanir sonar síns, en þeir eiga einnig yngri son. Þýskaland Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Þýskir og erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. Segja þeir hann hafa heitið Ali David Solboly, átján ára þýskan pilt af írönskum uppruna. Solboly bjó á heimili foreldra sinna og var fæddur og uppalinn í München. Níu manns fórust í árásinni sem átti sér stað í og í kringum verslunarmiðstöðina Olympia-Einkaufszentrum sem er að finna í hverfinu Moosach nærri Ólympíuvöllinn í borginni. Auk þeirra sem fórust fyrirfór Solboly sér skömmu eftir árásina. Flest fórnarlömbin voru á aldrinum fjórtán til tvítugs.EinfariFréttamaður Verdens Gang hefur rætt við nágranna Solboly og segir hann hafa verið einfara og borið út dagblöð. Fyrir árásina sáu einhverjir nágrannanna hann bera út blaðið, og tók einhver þeirra eftir því að hann heilsaði þeim ekki. „Hann var oft einn á ferð eða í fámennum hópum,“ segir nágranninn Safete Dalipi í samtali við VG. Lögregla gerði húsleit á heimili Solboly og foreldra hans snemma í morgun, en íbúðin er í hverfinu Bezirk Maxvorstadt. Þar fannst ekkert sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar fundust fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.Solboly-fjölskyldan býr í fjölbýlishúsi við Dachauer Strasse í München.Vísir/AFPGlímdi við þunglyndiLögregla greindi einnig frá því í morgun að Solboly hafi verið einn að verki og að hann hafi glímt við þunglyndi og leitað aðstoðar vegna þess. Solboly notaðist við 9 mm Glock skammbyssu í árásinni og segir lögregla að hann hafi ekki verið með tilskilin leyfi fyrir byssunni.Tengsl við BreivikLögregla í München segir ljóst að tengsl séu á milli árásarmannsins og árása Anders Behring Breivik í Ósló og Útey árið 2011, en fimm ár voru í gær frá árásunum í Noregi. Segir lögregla ljóst að Breivik hafi veitt Solboly innblástur. Á myndskeiði frá árás gærdagsins má sjá árásarmanninn hrópa að hann hafi þurft að þola einelti í sjö ár þar sem hann stóð á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Segja nágrannar hafa lesið um að hann hafi þurft að þola einelti á netinu, en að foreldrar hans hafi aldri minnst á að eitthvað væri að. Ekkert kveðjubréf hefur fundist og segir lögregla ljóst að foreldrar Solboly hafi ekkert vitað um áætlanir sonar síns, en þeir eiga einnig yngri son.
Þýskaland Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33
Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10