Leki úr röðum Demókrata sýnir andúð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2016 22:43 Hillary Clinton og Bernie Sanders. Vísir/getty Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira