Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 14:26 Stanford-háskóli í Kaliforníu í Bandaríkjunum. vísir/getty Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. Þetta er á meðal ásakana sem settar eru fram á hendur skólanum í dómsmáli sem aðgerðahópurinn Equality Rights Advocates hefur höfðað gegn háskólanum fyrir hönd konu sem hóf grunnnám við Stanford árið 2011 og er nú meistaranemi við skólann.Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Þar kemur fram að samkvæmt málsgögnum á ónefndur maður, sem einnig var nemandi við Stanford, að hafa tekið eina konu hálstaki áður en hann nauðgaði henni. Þá áreitti hann einnig aðra konu kynferðislega og sagði henni ítrekað í kjölfarið að hún ætti að drepa sjálfa sig.Skólinn telur að hann hafi staðið rétt að málum Þrátt fyrir að háskólinn hafi vitað af árásum mannsins gegn nokkrum nemendum á árunum 2010 til 2014 þá gerðu skólayfirvöld í Stanford lítið sem ekkert til refsa manninum og vernda konur gegn honum, að því er fram kemur í málsgögnunum. Þvert á móti eiga starfsmenn skólans að hafa latt konur til þess að tilkynna formlega um brotin en að minnsta kosti einu sinni var kona spurð hvort hún hefði ekki átt á hættu á því að verða fyrir árás með því hvernig hún klæddi sig. Lisa Lepin, talskona Stanford-háskóla, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði málsins þegar Guardian leitaði eftir því en sagði þó að skólinn myndi verjast málsókninni af krafti enda telja skólayfirvöld að þau hafi tekið rétt á málum.Sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga skólasystur sinniFyrr á árinu var mikið fjallað um nauðgun sem átti sér stað á skólalóð Stanford-háskóla í janúar 2015. Brock Turner, sem var þá nemandi við skólann, nauðgaði þá skólasystur á bak við ruslagáma á skólalóðinni og var hann sakfelldur fyrir glæpinn. Dómurinn vakti þó mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum fannst sex mánaða fangelsisrefsing léttvæg miðað við alvarleika glæpsins. Það vakti svo ekki minni reiði þegar að Turner losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjá mánuði. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. Þetta er á meðal ásakana sem settar eru fram á hendur skólanum í dómsmáli sem aðgerðahópurinn Equality Rights Advocates hefur höfðað gegn háskólanum fyrir hönd konu sem hóf grunnnám við Stanford árið 2011 og er nú meistaranemi við skólann.Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Þar kemur fram að samkvæmt málsgögnum á ónefndur maður, sem einnig var nemandi við Stanford, að hafa tekið eina konu hálstaki áður en hann nauðgaði henni. Þá áreitti hann einnig aðra konu kynferðislega og sagði henni ítrekað í kjölfarið að hún ætti að drepa sjálfa sig.Skólinn telur að hann hafi staðið rétt að málum Þrátt fyrir að háskólinn hafi vitað af árásum mannsins gegn nokkrum nemendum á árunum 2010 til 2014 þá gerðu skólayfirvöld í Stanford lítið sem ekkert til refsa manninum og vernda konur gegn honum, að því er fram kemur í málsgögnunum. Þvert á móti eiga starfsmenn skólans að hafa latt konur til þess að tilkynna formlega um brotin en að minnsta kosti einu sinni var kona spurð hvort hún hefði ekki átt á hættu á því að verða fyrir árás með því hvernig hún klæddi sig. Lisa Lepin, talskona Stanford-háskóla, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði málsins þegar Guardian leitaði eftir því en sagði þó að skólinn myndi verjast málsókninni af krafti enda telja skólayfirvöld að þau hafi tekið rétt á málum.Sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga skólasystur sinniFyrr á árinu var mikið fjallað um nauðgun sem átti sér stað á skólalóð Stanford-háskóla í janúar 2015. Brock Turner, sem var þá nemandi við skólann, nauðgaði þá skólasystur á bak við ruslagáma á skólalóðinni og var hann sakfelldur fyrir glæpinn. Dómurinn vakti þó mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum fannst sex mánaða fangelsisrefsing léttvæg miðað við alvarleika glæpsins. Það vakti svo ekki minni reiði þegar að Turner losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjá mánuði.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56