Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 14:26 Stanford-háskóli í Kaliforníu í Bandaríkjunum. vísir/getty Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. Þetta er á meðal ásakana sem settar eru fram á hendur skólanum í dómsmáli sem aðgerðahópurinn Equality Rights Advocates hefur höfðað gegn háskólanum fyrir hönd konu sem hóf grunnnám við Stanford árið 2011 og er nú meistaranemi við skólann.Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Þar kemur fram að samkvæmt málsgögnum á ónefndur maður, sem einnig var nemandi við Stanford, að hafa tekið eina konu hálstaki áður en hann nauðgaði henni. Þá áreitti hann einnig aðra konu kynferðislega og sagði henni ítrekað í kjölfarið að hún ætti að drepa sjálfa sig.Skólinn telur að hann hafi staðið rétt að málum Þrátt fyrir að háskólinn hafi vitað af árásum mannsins gegn nokkrum nemendum á árunum 2010 til 2014 þá gerðu skólayfirvöld í Stanford lítið sem ekkert til refsa manninum og vernda konur gegn honum, að því er fram kemur í málsgögnunum. Þvert á móti eiga starfsmenn skólans að hafa latt konur til þess að tilkynna formlega um brotin en að minnsta kosti einu sinni var kona spurð hvort hún hefði ekki átt á hættu á því að verða fyrir árás með því hvernig hún klæddi sig. Lisa Lepin, talskona Stanford-háskóla, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði málsins þegar Guardian leitaði eftir því en sagði þó að skólinn myndi verjast málsókninni af krafti enda telja skólayfirvöld að þau hafi tekið rétt á málum.Sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga skólasystur sinniFyrr á árinu var mikið fjallað um nauðgun sem átti sér stað á skólalóð Stanford-háskóla í janúar 2015. Brock Turner, sem var þá nemandi við skólann, nauðgaði þá skólasystur á bak við ruslagáma á skólalóðinni og var hann sakfelldur fyrir glæpinn. Dómurinn vakti þó mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum fannst sex mánaða fangelsisrefsing léttvæg miðað við alvarleika glæpsins. Það vakti svo ekki minni reiði þegar að Turner losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjá mánuði. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. Þetta er á meðal ásakana sem settar eru fram á hendur skólanum í dómsmáli sem aðgerðahópurinn Equality Rights Advocates hefur höfðað gegn háskólanum fyrir hönd konu sem hóf grunnnám við Stanford árið 2011 og er nú meistaranemi við skólann.Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Þar kemur fram að samkvæmt málsgögnum á ónefndur maður, sem einnig var nemandi við Stanford, að hafa tekið eina konu hálstaki áður en hann nauðgaði henni. Þá áreitti hann einnig aðra konu kynferðislega og sagði henni ítrekað í kjölfarið að hún ætti að drepa sjálfa sig.Skólinn telur að hann hafi staðið rétt að málum Þrátt fyrir að háskólinn hafi vitað af árásum mannsins gegn nokkrum nemendum á árunum 2010 til 2014 þá gerðu skólayfirvöld í Stanford lítið sem ekkert til refsa manninum og vernda konur gegn honum, að því er fram kemur í málsgögnunum. Þvert á móti eiga starfsmenn skólans að hafa latt konur til þess að tilkynna formlega um brotin en að minnsta kosti einu sinni var kona spurð hvort hún hefði ekki átt á hættu á því að verða fyrir árás með því hvernig hún klæddi sig. Lisa Lepin, talskona Stanford-háskóla, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði málsins þegar Guardian leitaði eftir því en sagði þó að skólinn myndi verjast málsókninni af krafti enda telja skólayfirvöld að þau hafi tekið rétt á málum.Sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga skólasystur sinniFyrr á árinu var mikið fjallað um nauðgun sem átti sér stað á skólalóð Stanford-háskóla í janúar 2015. Brock Turner, sem var þá nemandi við skólann, nauðgaði þá skólasystur á bak við ruslagáma á skólalóðinni og var hann sakfelldur fyrir glæpinn. Dómurinn vakti þó mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum fannst sex mánaða fangelsisrefsing léttvæg miðað við alvarleika glæpsins. Það vakti svo ekki minni reiði þegar að Turner losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjá mánuði.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56