Handbolti

Heimavöllurinn aftur farin að skila Eyjamönnum stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theodór Sigurbjörnsson var enn og aftur markahæstur í liði ÍBV.
Theodór Sigurbjörnsson var enn og aftur markahæstur í liði ÍBV. Vísir/Andri Marinó
Eyjamenn unnu fimm marka sigur á Gróttu, 29-24, í Vestmannaeyjum í kvöld en heimsigrarnir hafa verið alltof fáir að undanförnu miðað við það sem menn eru vanir í Eyjum.

Eyjamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en náðu mest átta marka forystu í seinni hálfleiknum þegar sigurinn var aldrei í mikilli hættu.

ÍBV-liðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur af síðustu fjórum heimaleikjum sínum en Eyjastrákarnir voru í rétta gírnum í kvöld. Liðið vann þrjá fyrstu heimaleiki tímabilsins en hafði gengið illa í Eyjum undanfarna tvo mánuði.

Theodór Sigurbjörnsson og Sigurbergur Sveinsson voru markahæstir í Eyjaliðinu með átta mörk hvor en fjögur af mörkum Theodórs komu af vítalínunni. Kolbeinn Aron Ingibjargarson varði líka ágætlega í markinu.

Elvar Friðriksson og Finnur Ingi Stefánsson voru markahæstir hjá Gróttu með fimm mörk hvor.



ÍBV - Grótta 29-24 (15-12)

Mörk ÍBV: Sigurbergur Sveinsson    8, Theodór Sigurbjörnsson 8, Ágúst Emil Grétarsson 5, Elliði Snær Viðarsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 3, Magnús Stefánsson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1.

Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 5, Elvar Friðriksson 5, Vilhjálmur Geir Hauksson 3,  Þráinn Orri Jónsson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Árni Benedikt Árnason 1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Hannes Grimm 1, Hlynur Rafn Guðmundsson 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×