Sport

Hrafnhildur aftur í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/EPA
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í Kanada. Hún synti á 1:00,79 mínútum og var hún nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni.

Hrafnhildur hafnaði í tólfta sæti en efstu sextán keppendur komust áfram í undanúrslitin, sem fara fram klukkan 00.36 í nótt.

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir keppti einnig í sömu grein og synti hún á 1:03,51 mínútum og hafnaði í 27. sæti. Efstu sextán komust í undanúrslitin sem fara fram klukkan 00.36 í nótt.

Hrafnhildur komst einnig í undanúrslit í 50 m bringusundi þar sem hún varð fjórtánda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×