„Gangandi orðabækur“ Guðný Ósk Laxdal skrifar 8. desember 2016 09:40 Fyrr á þessu ári dreif ég mig á Framadaga háskólanna, en ég tel mig vera ansi týnda þegar kemur að því að velja mér framtíðarstarf. Þar lærði ég margt um fyrirtæki sem mér hafði áður ekki dottið í hug að væru til. Ég varð þó vör við það að mín menntun var ekki mikils virði í augum flestra fyrirtækjanna. Þegar ég sagði fólki hvað ég væri að læra svöruðu flestir: „já, vá!“ gáfu mér fallegt bros og bentu mér á hvar hægt væri að finna súkkulaðið. Ég er nefnilega að læra ensku við Háskóla Íslands. „Hvað þýðir það?“ gætir þú þá spurt. Ég hef sniðið námið mitt svo að ég læri aðallega um enskar bókmenntir. Ég veit að það er ansi sérhæft og margir gætu velt því fyrir sér til hvers námið sé. Ég valdi námið því þar liggur áhugasvið mitt. En í gegnum námsferilinn minn hef ég áttað mig á því að mitt nám er ekki bara leið til að komast beint að súkkulaðinu. Eins og er stunda ég skiptinám við háskólann í Leeds í Englandi. Viðbrögðin sem ég fæ hérna úti þegar ég segist vera að læra ensku eru ansi frábrugðin þeim sem ég fékk að kynnast síðastliðinn febrúar á Íslandi. Mörgum finnst tilkomumikið að ég, sem hef ekki ensku að móðurmáli, sé að læra enskar bókmenntir. Hér er þetta vinsælt nám sem þykir ekki athugavert að velja sér. Mikið er lagt í enskunámið hér við skólann. Það er auðséð að mun meira fjármagni er varið í námið hérna úti. Þeir fjármunir koma þó til með fáránlega háum skólagjöldum sem nemendur borga. Við erum gríðarlega heppin að sleppa við það vandamál sem nemendur við Háskóla Íslands! Við erum líka mjög heppin í HÍ því þar er hægt að læra mörg tungumál á háskólastigi. Það virðist vera algengt viðhorf að nám í hugvísindum, sér í lagi tungumálum, sé á einhvern hátt minna virði en annað nám. Fjárframlög til hugvísinda benda að minnsta kosti til þess. Dönskukennarinn minn í grunnskóla sagði oft að hún væri ekki „gangandi orðabók“. Mig langar að segja við hana að jú, það hafi hún verið. Raunin er sú að við þurfum á gangandi orðabókum að halda; fólki sem getur þýtt hratt og skilvirkt og skilið tungu og menningu annarra landa. Við megum ekki gleyma því að tungumál er meira en bara orð og setningar. Á bakvið tungumál er heill menningarheimur, og þann heim þarf að skilja til að geta skilið tungumálið. Hvernig ætlar þú annars að skilja hvað átt er við þegar þú ferð til Englands og ert beðinn um að „hoover the floor?“ eða sækja „the wellies“. Í báðum tilfellum þarf að þekkja sögu og menningu Englands. Án samhengis eru þessar setningar ansi óskiljanlegar. Þá er ekki slæmt að þekkja til Wellington stígvéla og Hoover fyrtækisins, sem framleiðir ryksugur. Það sem ég vona að fyrirtæki á komandi Framadögum átti sig á er að við þurfum fólk sem þekkir tungumál betur en bara til þess að „redda sér.“ Við þurfum fólk sem þekkir tungumálin mjög vel. Það fólk getur hjálpað og kennt öðrum. Hvernig getum við verið tekin alvarlega á alþjóðamarkaði ef við höfum ekki góða tungumálakunnáttu í fleiri málum en ensku? Það er sorglegt að sjá hversu yfirgnæfandi enskan getur verið í heiminum í dag. Hún er þó líka góður grunnur þegar það kemur að því að læra önnur tungumál. Með enskuna í farteskinu er hægt að hafa samskipti við aðra menningarheima og læra ný tungumál. „Gangandi orðabækur“ eru þarfar, við þurfum á einstaklingum að halda sem hafa fífldirfskuna í að drífa sig í tungumálanám. Hvort sem þeir einstaklingar gerast kennarar, starfa á alþjóðavettvangi, við þýðingar, viðskipti eða jafnvel eitthvað allt annað. Þessar „gangandi orðabækur“ eru þeir aðilar sem færa okkur meðal annars bókmenntir annarra menningarheima, sem og skilning á menningu þeirra. Það fólk er fólkið sem þýðir erlenda texta fyrir þig, skýrir torskilin orð fyrir þér, eða leiðréttir skrítnu þýðinguna í Bónus auglýsingunni - og gerir það allt með glöðu geði. Verum þakklát fyrir þær „gangandi orðabækur“ sem við eigum og vonumst eftir enn fleiri.Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44 Upp úr kössunum! Um gildi hugvísinda fyrir heilbrigt mannlíf Hugvísindi eiga um þessar mundir í vök að verjast. Á Íslandi og víða um heim hafa nýfrjálshyggjukerfin sem innleidd hafa verið í menntakerfum og gera kröfu um fjárhagslega sjálfbærni sérhverrar einstakrar einingar grafið undan þeim. 7. desember 2016 10:00 Gerðu það sem gleður þig Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. 6. desember 2016 15:23 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári dreif ég mig á Framadaga háskólanna, en ég tel mig vera ansi týnda þegar kemur að því að velja mér framtíðarstarf. Þar lærði ég margt um fyrirtæki sem mér hafði áður ekki dottið í hug að væru til. Ég varð þó vör við það að mín menntun var ekki mikils virði í augum flestra fyrirtækjanna. Þegar ég sagði fólki hvað ég væri að læra svöruðu flestir: „já, vá!“ gáfu mér fallegt bros og bentu mér á hvar hægt væri að finna súkkulaðið. Ég er nefnilega að læra ensku við Háskóla Íslands. „Hvað þýðir það?“ gætir þú þá spurt. Ég hef sniðið námið mitt svo að ég læri aðallega um enskar bókmenntir. Ég veit að það er ansi sérhæft og margir gætu velt því fyrir sér til hvers námið sé. Ég valdi námið því þar liggur áhugasvið mitt. En í gegnum námsferilinn minn hef ég áttað mig á því að mitt nám er ekki bara leið til að komast beint að súkkulaðinu. Eins og er stunda ég skiptinám við háskólann í Leeds í Englandi. Viðbrögðin sem ég fæ hérna úti þegar ég segist vera að læra ensku eru ansi frábrugðin þeim sem ég fékk að kynnast síðastliðinn febrúar á Íslandi. Mörgum finnst tilkomumikið að ég, sem hef ekki ensku að móðurmáli, sé að læra enskar bókmenntir. Hér er þetta vinsælt nám sem þykir ekki athugavert að velja sér. Mikið er lagt í enskunámið hér við skólann. Það er auðséð að mun meira fjármagni er varið í námið hérna úti. Þeir fjármunir koma þó til með fáránlega háum skólagjöldum sem nemendur borga. Við erum gríðarlega heppin að sleppa við það vandamál sem nemendur við Háskóla Íslands! Við erum líka mjög heppin í HÍ því þar er hægt að læra mörg tungumál á háskólastigi. Það virðist vera algengt viðhorf að nám í hugvísindum, sér í lagi tungumálum, sé á einhvern hátt minna virði en annað nám. Fjárframlög til hugvísinda benda að minnsta kosti til þess. Dönskukennarinn minn í grunnskóla sagði oft að hún væri ekki „gangandi orðabók“. Mig langar að segja við hana að jú, það hafi hún verið. Raunin er sú að við þurfum á gangandi orðabókum að halda; fólki sem getur þýtt hratt og skilvirkt og skilið tungu og menningu annarra landa. Við megum ekki gleyma því að tungumál er meira en bara orð og setningar. Á bakvið tungumál er heill menningarheimur, og þann heim þarf að skilja til að geta skilið tungumálið. Hvernig ætlar þú annars að skilja hvað átt er við þegar þú ferð til Englands og ert beðinn um að „hoover the floor?“ eða sækja „the wellies“. Í báðum tilfellum þarf að þekkja sögu og menningu Englands. Án samhengis eru þessar setningar ansi óskiljanlegar. Þá er ekki slæmt að þekkja til Wellington stígvéla og Hoover fyrtækisins, sem framleiðir ryksugur. Það sem ég vona að fyrirtæki á komandi Framadögum átti sig á er að við þurfum fólk sem þekkir tungumál betur en bara til þess að „redda sér.“ Við þurfum fólk sem þekkir tungumálin mjög vel. Það fólk getur hjálpað og kennt öðrum. Hvernig getum við verið tekin alvarlega á alþjóðamarkaði ef við höfum ekki góða tungumálakunnáttu í fleiri málum en ensku? Það er sorglegt að sjá hversu yfirgnæfandi enskan getur verið í heiminum í dag. Hún er þó líka góður grunnur þegar það kemur að því að læra önnur tungumál. Með enskuna í farteskinu er hægt að hafa samskipti við aðra menningarheima og læra ný tungumál. „Gangandi orðabækur“ eru þarfar, við þurfum á einstaklingum að halda sem hafa fífldirfskuna í að drífa sig í tungumálanám. Hvort sem þeir einstaklingar gerast kennarar, starfa á alþjóðavettvangi, við þýðingar, viðskipti eða jafnvel eitthvað allt annað. Þessar „gangandi orðabækur“ eru þeir aðilar sem færa okkur meðal annars bókmenntir annarra menningarheima, sem og skilning á menningu þeirra. Það fólk er fólkið sem þýðir erlenda texta fyrir þig, skýrir torskilin orð fyrir þér, eða leiðréttir skrítnu þýðinguna í Bónus auglýsingunni - og gerir það allt með glöðu geði. Verum þakklát fyrir þær „gangandi orðabækur“ sem við eigum og vonumst eftir enn fleiri.Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44
Upp úr kössunum! Um gildi hugvísinda fyrir heilbrigt mannlíf Hugvísindi eiga um þessar mundir í vök að verjast. Á Íslandi og víða um heim hafa nýfrjálshyggjukerfin sem innleidd hafa verið í menntakerfum og gera kröfu um fjárhagslega sjálfbærni sérhverrar einstakrar einingar grafið undan þeim. 7. desember 2016 10:00
Gerðu það sem gleður þig Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. 6. desember 2016 15:23
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun