Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan Vísir Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli. Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum. Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai. Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag. Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár. Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli. Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum. Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai. Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag. Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein