Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2016 19:39 Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um breytingar á stjórnarskránni í lok nóvember eða byrjun desember ef Alþingi nær að afgreiða tillögur stjórnarskrárnefndar fyrir þinglok í vor. Stjórnarskrárnefnd birti drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga á vefnum stjornarskra.is í kvöld. Ekki náðist samkomulag um ákvæði um framsal fullveldis til alþjóðastofnana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd árið 2013, eftir miklar deilur um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað frá sér tillögum til umsagnar fram til 8. mars en eftir það mun nefndin skila lokatillögum sínum. Það var eins og grágæsin, en eins og flestir vita eru elstu lög Íslands kölluð Grágás, fyndi á sér að breytingar væru í vændum á grunnlögum landsins þar sem hún vappaði fyrir utan stjórnaráðið í dag. Stjórnarskrárnefnd kom saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á tillögur sínar en þær verða til umsagnar næstu tæpu þrjár vikurnar.Meginefni frumvarpanna Drögin voru kynnt á vefnum stjórnarskra.is í kvöld. „Í fyrsta lagi er lagt til ákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Sett er fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar; þá er mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í öðru lagi er lagt til ákvæði um umhverfi og náttúru. Þar verði mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skuli verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Í þriðja lagi er lagt til að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Undanskilin eru þó fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Frestur til að bera fram kröfu verði 4 vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi 6 vikum og í síðasta lagi 4 mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.En samkvæmt núgildandi stjórnarskrá yrði að rjúfa þing um leið og Alþingi samþykkti breytingar á stjórnarskránni og boða til kosninga. Breytingarnar tækju síðan ekki gildi fyrr en nýtt þing hefði staðfest þær. Í lok síðasta kjörtímabils var hins vegar samþykkt bráðabirgðaákvæði sem gerir það kleift að breyta stjórnarskránni á þessu kjörtímabili án þessa að þing verði rofið. Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, segir nú tímabært að kynna stöðu vinnu stjórnarskrárnefndarinnar. Hann segir nefndina svo fara yfir þær umsagnir og athugasemdir sem berast og ganga frá lokatillögum til forsætisráðherra. „Síðan er það hinna pólitísku leiðtoga að ráða ráðum sínum hvort þeir vilji standa saman að flutningi frumvarpanna aá Alþingi.“Ef Alþingi nær að afgreiða þetta í vor, hvenær gætu Íslendingar þá í fyrsta lagi greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá?„Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í stjórnarskrá má halda slíka atkvæðagreiðslu á tímabilinu sex til níu mánuðum eftir samþykkt Alþingis. Það gæti því verið í lok árs, ef þetta gengi eftir.“Nánar má kynna sér drögin hér. Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um breytingar á stjórnarskránni í lok nóvember eða byrjun desember ef Alþingi nær að afgreiða tillögur stjórnarskrárnefndar fyrir þinglok í vor. Stjórnarskrárnefnd birti drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga á vefnum stjornarskra.is í kvöld. Ekki náðist samkomulag um ákvæði um framsal fullveldis til alþjóðastofnana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd árið 2013, eftir miklar deilur um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað frá sér tillögum til umsagnar fram til 8. mars en eftir það mun nefndin skila lokatillögum sínum. Það var eins og grágæsin, en eins og flestir vita eru elstu lög Íslands kölluð Grágás, fyndi á sér að breytingar væru í vændum á grunnlögum landsins þar sem hún vappaði fyrir utan stjórnaráðið í dag. Stjórnarskrárnefnd kom saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á tillögur sínar en þær verða til umsagnar næstu tæpu þrjár vikurnar.Meginefni frumvarpanna Drögin voru kynnt á vefnum stjórnarskra.is í kvöld. „Í fyrsta lagi er lagt til ákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Sett er fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar; þá er mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í öðru lagi er lagt til ákvæði um umhverfi og náttúru. Þar verði mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skuli verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Í þriðja lagi er lagt til að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Undanskilin eru þó fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Frestur til að bera fram kröfu verði 4 vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi 6 vikum og í síðasta lagi 4 mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.En samkvæmt núgildandi stjórnarskrá yrði að rjúfa þing um leið og Alþingi samþykkti breytingar á stjórnarskránni og boða til kosninga. Breytingarnar tækju síðan ekki gildi fyrr en nýtt þing hefði staðfest þær. Í lok síðasta kjörtímabils var hins vegar samþykkt bráðabirgðaákvæði sem gerir það kleift að breyta stjórnarskránni á þessu kjörtímabili án þessa að þing verði rofið. Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, segir nú tímabært að kynna stöðu vinnu stjórnarskrárnefndarinnar. Hann segir nefndina svo fara yfir þær umsagnir og athugasemdir sem berast og ganga frá lokatillögum til forsætisráðherra. „Síðan er það hinna pólitísku leiðtoga að ráða ráðum sínum hvort þeir vilji standa saman að flutningi frumvarpanna aá Alþingi.“Ef Alþingi nær að afgreiða þetta í vor, hvenær gætu Íslendingar þá í fyrsta lagi greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá?„Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í stjórnarskrá má halda slíka atkvæðagreiðslu á tímabilinu sex til níu mánuðum eftir samþykkt Alþingis. Það gæti því verið í lok árs, ef þetta gengi eftir.“Nánar má kynna sér drögin hér.
Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10
Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13
Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30