Enski boltinn

Ekkert tilboð frá Kína í Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Samkvæmt fréttavef Sky Sports hefur ekkert tilboð borist Manchester United í fyrirliðann Wayne Rooney frá Kína, líkt og haldið var fram í götublaðinu The Mirror í morgun.

The Mirror staðhæfði að félagið hefði lagt fram 27 milljóna punda tilboð í Rooney sem á enn tvö ár eftir af samningi sínum við United. Það væri enn fremur reiðubúið að greiða Rooney hálfa milljón punda í viku í þrjú ár - jafnvirði 92 milljónir króna.

Samtals var andvirði samningsins vera um 100 milljónir punda eða rúma átján milljarða króna.

Sjá einnig: Fréttaskýring: Það kvað vera fallegt í Kína

Þess má geta að Obafemi Martins er nýgenginn til liðs við Shanghai Shenhua en liðið er einnig með Demba Ba, sem og Kólumbíumennina Fredy Guarin og Giovanni Moreno.


Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Það kvað vera fallegt í Kína

Miklir peningar eru komnir inn í fótboltann í Kína en liðin þar í landi hafa eytt himinháum upphæðum í leikmenn á undanförnum vikum. Kínverjar ætla sér stóra hluti á fótboltasviðinu á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×