Um leið og Ronda áttaði sig á þessum mistökum var hún fljót að biðjast afsökunar á þeim og birti um leið nýja mynd.
Sjá einnig: Ronda, Vonn og Wozniacki sátu fyrir naktar | Myndbönd
„Ég vil biðja alla afsökunar. Mér var send þessi mynd til birtingar og ég vissi ekki að það væri búið að eiga við myndina svo handleggirnir á mér virtust minni en þeir eru,“ skrifaði Ronda á Instagram.
„Slík myndbirting stríðir gegn öllu sem ég stend fyrir því ég er mjög stolt af mínum líkama. Ég get fullvissað ykkur um að þetta mun ekki gerast aftur. Mér er misboðið og vonandi getið þið fyrirgefið mér.“