Innlent

Vísindi norðurslóða styrkt

Svavar Hávarðsson skrifar
Vaxtarbroddur norðurslóðarannsókna á Akureyri verður styrktur.
Vaxtarbroddur norðurslóðarannsókna á Akureyri verður styrktur. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum á þriðjudag, að tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, að veita fé til reksturs Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar til næstu fimm ára. Samþykkt var að veita 35 milljónir króna til verkefnisins árlega, sem jafngildir 175 milljónum króna fyrir allt tímabilið (2017-2021).

Gert er ráð fyrir að skrifstofan verði á Akureyri.

Markmið Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar – IASC (International Arctic Science Committee) er að stuðla að samstarfi um rannsóknir á norðurslóðum og að veita ráðgjöf til stjórnvalda um málefni þeirra. Stofnunin leiðir saman opinberar rannsóknarstofnanir og -samtök frá 23 löndum.

Á Akureyri eru þegar til staðar nokkrar stofnanir um málefni norðurslóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×