ÍBV er búið að semja við danska miðjumanninn Simon Smidt til tveggja ára, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Daninn var á reynslu hjá ÍBV fyrr í mánuðinum og var í liði Eyjamanna sem vann KR í úrslitaleik Fótbolti.net-mótsins.
Þar spilaði Smidt afskaplega vel og lagði upp mark fyrir samlanda sinn Mikkel Jakobson sem hafði skrifað undir samning fyrr þann daginn.
Smidt er uppalinn hjá Vejle en spilaði síðast í norsku C-deildinni.
„Við hjá ÍBV erum afar sátt við að fá þennan sterka danska leikmann í hóp okkar Eyjamanna fyrir komandi tímabil og væntum mikils af honum. ÍBV býður Simon og sambýliskonu hans, Maiken Pedersen, velkomin til Eyja og hlökkum til samstarfsins og samvinnunnar með þeim,“ segir í tilkynningu Eyjamanna.
ÍBV samdi við Smidt til tveggja ára

Tengdar fréttir

ÍBV samdi við tvítugan Dana
Pepsi-deildarlið ÍBV fékk liðsstyrk frá Danmörku í dag er fyrrum leikmaður Esbjerg skrifaði undir samning við Eyjamenn.

Dönsk þrenna þegar Eyjamenn lögðu Ólsara
Það verður ÍBV sem mætir KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins en Eyjamenn tryggðu sér sigur í riðli 2 með 2-4 sigri á Víkingi Ólafsvík í Akraneshöllinni í dag.

Mikkel Maigaard hélt upp á nýja samninginn með því að afgreiða KR í kvöld | Myndir
Mikkel Maigaard Jakobsen, nýr danskur framherji Eyjamanna, skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri á KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Egilshöllinni í kvöld.

Sjáðu markið magnaða hjá Mikkel Maigaard
Danski framherjinn fékk samning hjá ÍBV og hélt upp á það með því að tryggja liðinu sigur í fyrsta móti ársins.