Blaðamenn Washington Post afhjúpa Donald Trump í nýrri bók Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 23:25 Fasteignamógúllinn Donald Trump flýgur yfir Manhattan-eyju á 9. áratugnum. vísir/getty Hvikul hollusta Donald Trump bæði í viðskiptum og pólitík er afhjúpuð í nýrri bók sem teymi blaðamanna Washington Post hafa skrifað en bókin kom út í dag. Talið er að hún dragi mjög úr trúverðugleika Trump sem er eins og kunnugt er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Alls komu um tuttugu blaðamenn að gerð bókarinnar á þriggja mánaða tímabili fyrr á árinu en þeir tóku fjölda viðtala við Trump sem spanna um tuttugu klukkutíma.Ítarlega er fjallað um bókina á vef Guardian en þar segir meðal annars að blaðamennirnir hafa spurt hann út í það hversu ört hann skipti um stjórnmálaflokk á árunum 1999 til 2012. Trump sagði að það að flakka á milli flokka hefði einfaldlega hentað honum vel. „Þetta var bara af praktískum ástæðum því ef þú ætlar að fara í framboð þá verðurðu að eignast vini.“ Þá neitaði hann að svara spurningunni um hvort hann hefði einhvern tímann kosið Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans nú, en hann hélt eitt sinn samkomu til að safna peningum í kosningasjóði Clinton auk þess sem hann studdi við fjárhagslega við kosningabaráttu hennar sex sinnum á tíu árum. Trump segir að hann hafi litið á það sem skyldu að láta sér líka við fólk, þar á meðal Clinton-hjónin. Blaðamennirnir fjalla einnig um hina ýmsu viðskiptagjörninga Trump og ræða meðal annars við fólk sem varð fyrir barðinu á honum í tengslum við byggingu fasteignar á Flórída þar sem Trump bar takmarkaða viðskiptalega ábyrgð og lánaði aðeins nafn sitt fyrir verkefnið. Í bókinni kemur hins vegar fram að einn aðalverktakinn í verkefninu hafi verið maður sem hafði gerst sekur um fjársvik í New York sem tengdust mafíunni. Aðspurður um tengsl sín við manninn kveðst Trump varla hafa þekkt hann. Sjá umfjöllun Guardian um bókina hér. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Hvikul hollusta Donald Trump bæði í viðskiptum og pólitík er afhjúpuð í nýrri bók sem teymi blaðamanna Washington Post hafa skrifað en bókin kom út í dag. Talið er að hún dragi mjög úr trúverðugleika Trump sem er eins og kunnugt er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Alls komu um tuttugu blaðamenn að gerð bókarinnar á þriggja mánaða tímabili fyrr á árinu en þeir tóku fjölda viðtala við Trump sem spanna um tuttugu klukkutíma.Ítarlega er fjallað um bókina á vef Guardian en þar segir meðal annars að blaðamennirnir hafa spurt hann út í það hversu ört hann skipti um stjórnmálaflokk á árunum 1999 til 2012. Trump sagði að það að flakka á milli flokka hefði einfaldlega hentað honum vel. „Þetta var bara af praktískum ástæðum því ef þú ætlar að fara í framboð þá verðurðu að eignast vini.“ Þá neitaði hann að svara spurningunni um hvort hann hefði einhvern tímann kosið Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans nú, en hann hélt eitt sinn samkomu til að safna peningum í kosningasjóði Clinton auk þess sem hann studdi við fjárhagslega við kosningabaráttu hennar sex sinnum á tíu árum. Trump segir að hann hafi litið á það sem skyldu að láta sér líka við fólk, þar á meðal Clinton-hjónin. Blaðamennirnir fjalla einnig um hina ýmsu viðskiptagjörninga Trump og ræða meðal annars við fólk sem varð fyrir barðinu á honum í tengslum við byggingu fasteignar á Flórída þar sem Trump bar takmarkaða viðskiptalega ábyrgð og lánaði aðeins nafn sitt fyrir verkefnið. Í bókinni kemur hins vegar fram að einn aðalverktakinn í verkefninu hafi verið maður sem hafði gerst sekur um fjársvik í New York sem tengdust mafíunni. Aðspurður um tengsl sín við manninn kveðst Trump varla hafa þekkt hann. Sjá umfjöllun Guardian um bókina hér.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48
Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17
Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30