
Skólar á forsendum nemenda
Áætlað hefur verið að kostnaður þjóðfélagsins við brotthvarf nemi um 14 milljónum á hvern þann sem hættir námi í framhaldsskóla eða um tíu milljörðum á ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna og var kynnt fyrir tveimur árum sem hluti af sóknaráætlun sveitarfélaganna í skólamálum til næstu ára.
Ólíkar ástæður
Í ljósi þess að við búum við mikið og viðvarandi brotthvarf úr námi er mikilvægt að greina stöðuna vel. Ýmsar ástæður hafa verið taldar til sem stuðla að brotthvarfi. Námskráin hefur talsvert um stöðuna að segja og þá nálgun sem hún ýtir undir eða stuðlar að í námi. Þetta hefur breyst en þarf að breytast meira. Námið, nálgunin og kennsluaðferðir hreinlega höfða ekki til margra nemenda sem gefast upp.
Sem fyrrverandi framhaldsskólakennari leyfi ég mér að fullyrða að nám og kennsla standi á ákveðnum tímamótum. Sem er spennandi. Samfélagið er að breytast, hraðinn að aukast og kröfurnar eru aðrar. Fjölmargir kennarar og grunn- og framhaldsskólarar hafa tekið mið af þessu í sínu starfi og má segja að talsverð gerjun eigi sér nú stað.
Meðal ástæðna sem einnig stuðla að háu brotthvarfi á Íslandi er lítið og illa ígrundað námsval nemenda sem og innprentuð áhersla samfélagsins á mikilvægi bóknáms umfram verknám. Rannsóknir hafa sýnt að hópur nemenda virðist velja námsbraut í framhaldsskóla gagnstætt áhugasviði sínu. Þrátt fyrir að allt að helmingur nemenda á unglingastigi grunnskóla hafi meiri á áhuga á verknámi velja fjölmargir nemendur frekar að fara í bóknám.
Fræðikonurnar Kristjana Stella Blöndal og Bjarney Ægisdóttir hafa bent á að skuldbinding margra nemenda til náms er ekki til staðar. Þannig virðast margir nemendur ekki sjá tilgang með námi sínu. Því óvissari sem grunnskólanemendur eru um val á námi og námsbraut því minni er skuldbindingin og meiri líkur eru á þeir flosni upp úr námi í framhaldsskóla. Skortur á upplýsingum um nám og störf skiptir þar miklu og þar er hægt að gera betur. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að vinna með námi er algengari á Íslandi en í flestöllum öðrum ríkjum OECD.
Aðgerðaáætlun í fimm liðum
Afar brýnt er að marka stefnu til framtíðar og ráðast í markvissar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Horfa þarf til lesblindra nemenda og ungmenna af erlendum uppruna. Vinnubrögð og val á viðfangsefnum í námi skipta þannig gríðarlega miklu máli. Mæta þarf nemendum betur. Líkur eru á að hluti hópsins festist í óvirkni þrátt fyrir að fjölmörg virkniúrræði standi til boða á vegum ríkis, sveitarfélaga og samstarfsaðila og að þau þurfi á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda hjá sveitarfélögunum. Í verstu tilfellum leiðir óvirknin til örorku sem er skelfilegt hlutskipti fyrir þá nemendur sem með markvissari hætti hefði verið hægt að veita meiri stuðning.
Móta þarf áætlun þar sem nemendamiðað skólastarf er aukið, vægi verknáms er eflt, boðið verði upp á sálfræðiþjónustu í frekari mæli, það rýnt hvort fjölga þurfi námsráðgjöfum auk þess sem byrja þarf að skima fyrir áhættuþáttum brotthvarfs fyrr, en nú er það gert í fyrstu vikum nemenda í framhaldsskóla. Náms- og starfsfræðsla er mikilvæg og hefur verið bent á að í sumum löndum er hún hluti af skyldunámskeiðum í grunnskólum, meðal annars í Bretlandi og Noregi. Skoða þarf hvort fara eigi þá leið í grunnskólum hér á landi auk þess að byrja að skima þar.
Þá hafa áðurnefnd Kristjana Stella Blöndal og Sigrún Aðalbjarnardóttir komist að því í sínum rannsóknum að stuðningur við börn þegar þau eru 14 ára og uppeldisaðferðir foreldra skipti máli og geti haft áhrif á brotthvarf úr námi síðar. Þannig að ábyrgð foreldra er sömuleiðis mikil og þar munar mestu um hlýju og stuðning á æskuárum.
Fjárfestum í framtíðinni
Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þar sem aðstöðumunur barna úr ólíku umhverfi og fjölskyldum jafnast út. Við eigum að ráðast í stórátak í menntamálum með áherslu á jákvæðar aðgerðir sem draga úr brotthvarfi nemenda og fjárfesta þannig í framtíðinni.
Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar