Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Una Sighvatsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 20:00 París er einn mest sótti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti 16 milljónum erlendra gesta á ári hverju. Ferðaþjónustan í heild stendur undir ríflega 7 prósentum af vergri landsframleiðslu Frakklands og er þar með ein af mikilvægari stoðum franska hagkerfisins. Nú í sumar hafa hinsvegar verið markvert færri ferðamenn á götum Parísar, en að sama skapi áberandi fleiri vopnaðir lögreglu- og hermenn. Eftir ítrekaðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi hefur orðið snarpur samdráttur og samkvæmt nýjum tölum frá ferðamannaráði Parísar hafa milljón færri gestir heimsótt borgina það sem af er ári, miðað við sama tíma og í fyrra, þrátt fyrir EM í fótbolta. Heimsóknir útlendinga hafa dregist saman um hátt í 12% og frönskum ferðamönnum í París hefur fækkað um 5%, sem nemur tekjutapi upp á um milljarð króna. Ferðamálastofa Parísar segir að ástæðuna megi rekja til ótta ferðamanna við frekari hryðjuverkaárásir. Það eigi ekki síst við um asíska ferðamenn, því mestur samdráttur hefur orðið í gestakomum frá Japan og Kína.Heimaslóðir hryðjuverkamanna vekja forvitni Í Brussel hefur sömuleiðis orðið um 15-20% samdráttur í ferðamennsku, eftir að 32 létu lífið í hryðjuverkaárás á borigna í mars. Þeir sem þó heimsækja borgina hafa hinsvegar fengið skyndilegan áhuga á Molenbeek, einu fátækasta hverfi borgarinnar sem varð alræmt um allan heim eftir að í ljós komu að hryðjuverkamennirnir bæði í Brussel og París áttu rætur að rekja þangað. Áður átti enginn þangað erindi en nú eru ferðamenn algeng sjón í Molenbeek. Þangað fara þeir til að kynnast af eigin raun úr hvaða umhverfi hryðjuverkamennirnir eru sprottnir, en kemur mörgum á óvart að sjá hversu venjulegt og vinalegt hverfið er. Og á meðan ferðaþjónustan í París og Brussel heldur krísufundi um hvernig snúa megi við stöðunni leita ferðamenn í Evrópu á aðrar slóðir, þar á meðal til Íslands. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
París er einn mest sótti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti 16 milljónum erlendra gesta á ári hverju. Ferðaþjónustan í heild stendur undir ríflega 7 prósentum af vergri landsframleiðslu Frakklands og er þar með ein af mikilvægari stoðum franska hagkerfisins. Nú í sumar hafa hinsvegar verið markvert færri ferðamenn á götum Parísar, en að sama skapi áberandi fleiri vopnaðir lögreglu- og hermenn. Eftir ítrekaðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi hefur orðið snarpur samdráttur og samkvæmt nýjum tölum frá ferðamannaráði Parísar hafa milljón færri gestir heimsótt borgina það sem af er ári, miðað við sama tíma og í fyrra, þrátt fyrir EM í fótbolta. Heimsóknir útlendinga hafa dregist saman um hátt í 12% og frönskum ferðamönnum í París hefur fækkað um 5%, sem nemur tekjutapi upp á um milljarð króna. Ferðamálastofa Parísar segir að ástæðuna megi rekja til ótta ferðamanna við frekari hryðjuverkaárásir. Það eigi ekki síst við um asíska ferðamenn, því mestur samdráttur hefur orðið í gestakomum frá Japan og Kína.Heimaslóðir hryðjuverkamanna vekja forvitni Í Brussel hefur sömuleiðis orðið um 15-20% samdráttur í ferðamennsku, eftir að 32 létu lífið í hryðjuverkaárás á borigna í mars. Þeir sem þó heimsækja borgina hafa hinsvegar fengið skyndilegan áhuga á Molenbeek, einu fátækasta hverfi borgarinnar sem varð alræmt um allan heim eftir að í ljós komu að hryðjuverkamennirnir bæði í Brussel og París áttu rætur að rekja þangað. Áður átti enginn þangað erindi en nú eru ferðamenn algeng sjón í Molenbeek. Þangað fara þeir til að kynnast af eigin raun úr hvaða umhverfi hryðjuverkamennirnir eru sprottnir, en kemur mörgum á óvart að sjá hversu venjulegt og vinalegt hverfið er. Og á meðan ferðaþjónustan í París og Brussel heldur krísufundi um hvernig snúa megi við stöðunni leita ferðamenn í Evrópu á aðrar slóðir, þar á meðal til Íslands.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira