Ráðist var á dóttur Söru: „Óþolandi samfélag“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 10:58 Móðir stúlkunnar segir það óþolandi að stúlkur þurfi að hræðast árásir á götum úti. Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins Sjá meira
Ráðist var á fjórtán ára gamla stúlku á gatnamótum Flókagötu og Rauðarárstígs á sunnudagskvöld. Móðir stúlkunnar segir þetta vera óþolandi samfélagslegan raunveruleika, að stelpur virðist enn þurfa að hræðast að stokkið geti verið á þær með valdi. Sara Stef. Hildardóttir greindi frá reynslu dóttur sinnar á Facebook á mánudagskvöld. Þar segir Sara að dóttir hennar hafi verið á heimleið eftir að hafa verið að hitta vinkonur sínar. Á leiðinni, þar sem stúlkan er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíg við Klambratún, stökk maður aftan að hanni, reif fast í upphandlegginn á henni og greip fyrir vit hennar. Hann dró stúlkuna svo aftur á bak inn í runna svo hún missti fótana og sleppti henni snögglega. Stúlkan datt við það og maðurinn hljóp á brott. „Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað,” segir í stöðuuppfærslu Söru. Þegar stúlkan kom heim hringdi Sara í lögregluna. Ekki er vitað hver maðurinn er, en stúlkan sá aðeins vangasvip hans. “Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andltinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti,“ segir Sara í samtali við Vísi.Óþolandi veruleiki Sara segir áfall dóttur sinnar töluvert. „Margir hafa spurt mig í kjölfarið hvort eitthvað hafi verið gert við hana, og ég segi já, þetta var gert við hana. Það er spurt hvort hún sé með áverka og það er svolítið skrítið hvernig maður hugsar um svona. Hún verður fyrir þessu áfalli sem er miklu stærra andlegt áfall heldur en líkamlegt, en það er samt greinilega enn tilhneiging í samfélaginu til þess að leita eftir sjáanlegum ummerkjum.“ Sara segir ekki boðlegt að stúlkur geti ekki gengið frjásar um götur borgarinnar sinnar. „Þannig að það er kannski það sem að mér gengur til með að birta þessa stöðuuppfærslu. Þetta er óþolandi samfélag þar sem stelpur virðast enn þurfa að hræðast það að karlkynið geti stokkið á þær með valdi, á meðan að strákar alast ekki upp við að þeir þurfi að óttast það að stelpur ráðist á þá í skjóli myrkurs með valdi.“ „En mér er samt mjög illa við að ala á einhverjum ótta. Ég vil ekki búa í óttasamfélagi,“ segir Sara. „Þetta er bara óþolandi veruleiki. Það er náttúrulega bara algjör tilviljun að dóttir mín lendir í þessu en ekki einhver önnur stelpa.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.Stöðufærslu Söru má sjá í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins Sjá meira