Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat Birta Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 12:28 Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar. Mynd/Völundur Jónsson Landvernd telur að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd, en framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 hafa verið stöðvaðar að kröfu Landverndar. Vísir greindi frá málinu á sunnudag.Sjá einnig:Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Í tilkynningu frá Landsneti á sunnudag kom fram að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi fyrir helgi fellt úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Eru þetta bráðabirgðaúrskurðir á meðan kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna eru til meðferðar. Í ljósi fréttatilkynningar Landsnets vill Landvernd ítreka fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Telur Landvernd að skoða þurfi „bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni, en framkvæmdir Landsnets hafa nú verið stöðvaðar til bráðabirgða á þessum svæðum vegna náttúruverndarsjónarmiða.“ Segir í tilkynningu Landverndar að núverandi umhverfismat sé úrelt og að „aðeins með nýju umhverfismati fáist raunhæfur samanburður um hvaða leiðir valda minnstum umhverfisáhrifum.“ Landvernd hafnar því að að reist verði loftlína sem flutt geti tífalda raforkuþörf kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Telja forsvarsmenn Landverndar hugsanlegar stækkanir verksmiðjunnar þegar fram líða stundir ekki réttlæta svo stóra línu, þegar minni lína dugi, líkt og kemur fram í útreikningum Landsnets. „Ekki þætti það góður búmaður sem reisir fjós fyrir tífalt fleiri kýr en hann hyggst ala, jafnvel þó svo að hann hyggist fjölga þeim um helming í nánustu framtíð. Landvernd hafnar því að Landsnet hafi sjálfdæmi um ákvarðanir sem þessar. Almenningi þarf að hleypa að málum og það verður best gert með nýju umhverfismati.“ Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Landvernd telur að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd, en framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 hafa verið stöðvaðar að kröfu Landverndar. Vísir greindi frá málinu á sunnudag.Sjá einnig:Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Í tilkynningu frá Landsneti á sunnudag kom fram að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi fyrir helgi fellt úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Eru þetta bráðabirgðaúrskurðir á meðan kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna eru til meðferðar. Í ljósi fréttatilkynningar Landsnets vill Landvernd ítreka fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Telur Landvernd að skoða þurfi „bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni, en framkvæmdir Landsnets hafa nú verið stöðvaðar til bráðabirgða á þessum svæðum vegna náttúruverndarsjónarmiða.“ Segir í tilkynningu Landverndar að núverandi umhverfismat sé úrelt og að „aðeins með nýju umhverfismati fáist raunhæfur samanburður um hvaða leiðir valda minnstum umhverfisáhrifum.“ Landvernd hafnar því að að reist verði loftlína sem flutt geti tífalda raforkuþörf kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Telja forsvarsmenn Landverndar hugsanlegar stækkanir verksmiðjunnar þegar fram líða stundir ekki réttlæta svo stóra línu, þegar minni lína dugi, líkt og kemur fram í útreikningum Landsnets. „Ekki þætti það góður búmaður sem reisir fjós fyrir tífalt fleiri kýr en hann hyggst ala, jafnvel þó svo að hann hyggist fjölga þeim um helming í nánustu framtíð. Landvernd hafnar því að Landsnet hafi sjálfdæmi um ákvarðanir sem þessar. Almenningi þarf að hleypa að málum og það verður best gert með nýju umhverfismati.“
Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31