„Gríðarlega mikilvægt að geta endurheimt hann“ Þórhldur Þorkelsdóttir skrifar 14. júlí 2016 19:30 VÍSIR/SKJÁSKOT Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki við björgunaraðgerðir í Sveinsgili við Torfajökul í gær en aðstæður á vettvangi voru sérstaklega erfiðar og hættulegar. Kafari sem tók þátt í leitinni segir að samstarf björgunarsveita, lögreglu, ríkislögreglustjóra, slökkviliðs og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar hafi gert það að verkum að franski ferðamaðurinn fannst. Aðgerðirnar eru með þeim umfangsmestu í sögu Landsbjargar en ungur ferðamaður í gönguferð um svæðið rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá, sem bar bar hann undir íshelluna. Maðurinn fannst látinn seint í gærkvöldi. Hann var franskur ríkisborgari fæddur árið 1989. Fjórir kafarar frá Landhelgisgæslunni voru á staðnum en þeir eru allir hluti af sprengisveit gæslunnar sem tók þátt í að losa um ísinn í íshellunni svo auðveldara væri að moka snjónum burt. Jónas Karl Þorvaldsson, einn kafaranna, segir að aðstæður hafi verið gríðarlega erfiðar. Köfun í straumvatni sé alltaf mjög erfið og hættuleg, en þegar um er að ræða jökulá undir ís sé verkefnið vandasamt. „Við erum náttúrlega að kafa í lokuðu rými þarna. Við erum að kafa í straumvatni og þetta er jökulá þannig að það er ekkert skyggni. Það var mjög þröngt svo þetta voru ekki ákjósanlegar aðstæður til að kafa í. En við reyndum að tryggja aðstæður sem best þarna. Það var búið að græja útgönguleiðir og við köfuðum þetta á aðfluttu lofti. Þannig að við reyndum að gera þetta eins öruggt og hægt var,“ segir Jónas. Kafararnir höfðu verið að í um þrjá tíma þegar maðurinn fannst. Jónas segir það hafa verið mikinn létti. „Það var mikill léttir og sérstaklega þegar maður hugsar til aðstandenda, að geta skilað honum heim. Það náttúrlega er gríðarlega mikilvægt að geta endurheimt hann.“ Hann segir að gott samstarf hafi orðið til þess að vel gekk að skipuleggja og framkvæma aðgerðirnar. Góð samvinna hafi gert það að verkum að maðurinn fannst. „Það þurfti að vera með mikla útsjónarsemi í þetta. Bæði að nota keðjusagir til að saga ísinn og svo sprengdum við mikið til að mylja ísinn svo það væri hægt að moka hann. Með sameiginlegu átaki gekk þetta. Þetta gekk alveg ótrúlega vel miðað við þessar aðstæður sem voru þarna.“ Tengdar fréttir Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31 Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09 Maðurinn enn ófundinn: Kafarar Landhelgisgæslunnar á leið í Sveinsgil Sveitir á staðnum héldu stöðufund nú klukkan tvö. 13. júlí 2016 14:16 Þrekraun í Sveinsgili: „Þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum eru alveg einstakir“ "Manni leist ekkert á stöðuna þarna því það var ekkert hægt að koma neinum tækjum að,“ segir yfirmaður svæðisstjórnar. 14. júlí 2016 11:45 Ferðamaðurinn í Sveinsgili látinn Lík mannsins hefur verið flutt til byggða. 14. júlí 2016 07:54 Sérsveit lögreglu kölluð út í Hafnarfirði Lögregla fékk tilkynningu um vopnaðan mann. Hannssýndi enga ógnandi tilburði þegar lögregla kom á svæðið. 13. júlí 2016 18:10 Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili „Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur,“ segir Sigurður. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki við björgunaraðgerðir í Sveinsgili við Torfajökul í gær en aðstæður á vettvangi voru sérstaklega erfiðar og hættulegar. Kafari sem tók þátt í leitinni segir að samstarf björgunarsveita, lögreglu, ríkislögreglustjóra, slökkviliðs og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar hafi gert það að verkum að franski ferðamaðurinn fannst. Aðgerðirnar eru með þeim umfangsmestu í sögu Landsbjargar en ungur ferðamaður í gönguferð um svæðið rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá, sem bar bar hann undir íshelluna. Maðurinn fannst látinn seint í gærkvöldi. Hann var franskur ríkisborgari fæddur árið 1989. Fjórir kafarar frá Landhelgisgæslunni voru á staðnum en þeir eru allir hluti af sprengisveit gæslunnar sem tók þátt í að losa um ísinn í íshellunni svo auðveldara væri að moka snjónum burt. Jónas Karl Þorvaldsson, einn kafaranna, segir að aðstæður hafi verið gríðarlega erfiðar. Köfun í straumvatni sé alltaf mjög erfið og hættuleg, en þegar um er að ræða jökulá undir ís sé verkefnið vandasamt. „Við erum náttúrlega að kafa í lokuðu rými þarna. Við erum að kafa í straumvatni og þetta er jökulá þannig að það er ekkert skyggni. Það var mjög þröngt svo þetta voru ekki ákjósanlegar aðstæður til að kafa í. En við reyndum að tryggja aðstæður sem best þarna. Það var búið að græja útgönguleiðir og við köfuðum þetta á aðfluttu lofti. Þannig að við reyndum að gera þetta eins öruggt og hægt var,“ segir Jónas. Kafararnir höfðu verið að í um þrjá tíma þegar maðurinn fannst. Jónas segir það hafa verið mikinn létti. „Það var mikill léttir og sérstaklega þegar maður hugsar til aðstandenda, að geta skilað honum heim. Það náttúrlega er gríðarlega mikilvægt að geta endurheimt hann.“ Hann segir að gott samstarf hafi orðið til þess að vel gekk að skipuleggja og framkvæma aðgerðirnar. Góð samvinna hafi gert það að verkum að maðurinn fannst. „Það þurfti að vera með mikla útsjónarsemi í þetta. Bæði að nota keðjusagir til að saga ísinn og svo sprengdum við mikið til að mylja ísinn svo það væri hægt að moka hann. Með sameiginlegu átaki gekk þetta. Þetta gekk alveg ótrúlega vel miðað við þessar aðstæður sem voru þarna.“
Tengdar fréttir Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31 Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09 Maðurinn enn ófundinn: Kafarar Landhelgisgæslunnar á leið í Sveinsgil Sveitir á staðnum héldu stöðufund nú klukkan tvö. 13. júlí 2016 14:16 Þrekraun í Sveinsgili: „Þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum eru alveg einstakir“ "Manni leist ekkert á stöðuna þarna því það var ekkert hægt að koma neinum tækjum að,“ segir yfirmaður svæðisstjórnar. 14. júlí 2016 11:45 Ferðamaðurinn í Sveinsgili látinn Lík mannsins hefur verið flutt til byggða. 14. júlí 2016 07:54 Sérsveit lögreglu kölluð út í Hafnarfirði Lögregla fékk tilkynningu um vopnaðan mann. Hannssýndi enga ógnandi tilburði þegar lögregla kom á svæðið. 13. júlí 2016 18:10 Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili „Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur,“ segir Sigurður. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51
Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31
Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09
Maðurinn enn ófundinn: Kafarar Landhelgisgæslunnar á leið í Sveinsgil Sveitir á staðnum héldu stöðufund nú klukkan tvö. 13. júlí 2016 14:16
Þrekraun í Sveinsgili: „Þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum eru alveg einstakir“ "Manni leist ekkert á stöðuna þarna því það var ekkert hægt að koma neinum tækjum að,“ segir yfirmaður svæðisstjórnar. 14. júlí 2016 11:45
Sérsveit lögreglu kölluð út í Hafnarfirði Lögregla fékk tilkynningu um vopnaðan mann. Hannssýndi enga ógnandi tilburði þegar lögregla kom á svæðið. 13. júlí 2016 18:10
Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili „Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur,“ segir Sigurður. 14. júlí 2016 07:00