Ríkið selur Reykjavíkurborg land í Skerjafirði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 13:42 Svæðið sem um ræðir er 108 þúsund fermetrar. Mynd/Samsett Ríkissjóður hefur hefur selt Reykjavíkurborg landsvæði í Skerjafirði sem var undir þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Flugbrautin hefur oft verið nefnd neyðarbrautin, en henni hefur nú verið lokað. Svæðið sem um ræðir er rúmir 108 þúsund fermetrar og var kaupsamningur og afsal kynnt á fundi borgarráðs í gær. Borgarstjóri hefur óskað eftir tillögu frá umhverfis- og skipulagssviði og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar um hvernig staðið verði að skipulagi og undirbúningi uppbyggingar á svæðinu. Gert er ráð fyrir að svæðið verði að mestu skipulagt sem íbúabyggð. Uppbyggingarsvæðið í Skerjafirði er fremur stórt eða alls rúmir 17 hektarar lands. Landið sem borgin kaupir af ríkinu er rúmir 11 hektarar eða um 63% af landinu sem skipulagt verður. Hinn hluta landsins átti borgin fyrir. Kaupverðið sem Reykjavíkurborg hefur þegar greitt fyrir landið samkvæmt samningi er 440 milljónir króna, en viðbótargreiðslur koma til þegar lóðir verða seldar, samkvæmt sérstökum ákvæðum í fyrirliggjandi samningum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu þann 9. júní síðastliðinn að ríkið þyrfti að loka þriðju flugbrautinni. Innanríkisráðherra fól í kjölfarið Isavia að ganga frá lokun brautarinnar. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Tengdar fréttir Isavia falið að loka flugbraut 06/24 Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 30. júní 2016 19:45 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Hæstiréttur fellir dóm um neyðarbrautina í dag Verður umdeildustu flugbraut landsins lokað endanlega? 9. júní 2016 11:51 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkissjóður hefur hefur selt Reykjavíkurborg landsvæði í Skerjafirði sem var undir þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Flugbrautin hefur oft verið nefnd neyðarbrautin, en henni hefur nú verið lokað. Svæðið sem um ræðir er rúmir 108 þúsund fermetrar og var kaupsamningur og afsal kynnt á fundi borgarráðs í gær. Borgarstjóri hefur óskað eftir tillögu frá umhverfis- og skipulagssviði og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar um hvernig staðið verði að skipulagi og undirbúningi uppbyggingar á svæðinu. Gert er ráð fyrir að svæðið verði að mestu skipulagt sem íbúabyggð. Uppbyggingarsvæðið í Skerjafirði er fremur stórt eða alls rúmir 17 hektarar lands. Landið sem borgin kaupir af ríkinu er rúmir 11 hektarar eða um 63% af landinu sem skipulagt verður. Hinn hluta landsins átti borgin fyrir. Kaupverðið sem Reykjavíkurborg hefur þegar greitt fyrir landið samkvæmt samningi er 440 milljónir króna, en viðbótargreiðslur koma til þegar lóðir verða seldar, samkvæmt sérstökum ákvæðum í fyrirliggjandi samningum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu þann 9. júní síðastliðinn að ríkið þyrfti að loka þriðju flugbrautinni. Innanríkisráðherra fól í kjölfarið Isavia að ganga frá lokun brautarinnar. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins.
Tengdar fréttir Isavia falið að loka flugbraut 06/24 Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 30. júní 2016 19:45 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Hæstiréttur fellir dóm um neyðarbrautina í dag Verður umdeildustu flugbraut landsins lokað endanlega? 9. júní 2016 11:51 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Isavia falið að loka flugbraut 06/24 Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 30. júní 2016 19:45
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Hæstiréttur fellir dóm um neyðarbrautina í dag Verður umdeildustu flugbraut landsins lokað endanlega? 9. júní 2016 11:51
Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04