Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 17:15 Phil Mickelson var grátlega nálægt því að vera fyrsti maðurinn á 62 höggum á risamóti. vísir/getty Phil Mickelson slakaði ekkert á seinni níu holurnar á fyrsta hring opna breska meistaramótsins en hann er efstur á mótinu og verður það nær örugglega eftir fyrsta dag. Mickelson fór fyrsta hringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk átta fugla, fjóra á fyrri níu og fjóra á seinni níu, og engan skolla. Með þessum árangri jafnaði Mickelson metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti en átta kylfingar hafa áður leikið hring á þessu risamóti á 63 höggum. Síðast gerði Norður-Írinn Rory McIlroy það á opna breska árið 2010. Mickelson var grátlega nálægt því að fara hringinn á 62 höggum en hann krækti pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði það farið ofan í hefði Mickelson verið fyrsti maðurinn í sögunni til að spila hring á risamóti á 62 höggum. Bandaríkjamenn eru í sjö efstu sætunum en Patrick Reed sem kláraði snemma í dag er í öðru til þriðja sæti ásamt Zach Johnson. Báðir eru á fimm höggum undir pari en Johnson á þrjár holur eftir í dag. Justin Thomas, Steve Stricker, Billy Horschel og Tony Finau eru svo allir á fjórum höggum undir pari líkt og Daninn Sören Kjeldsen og Þjóðverjinn Martin Kaymer. Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Phil Mickelson slakaði ekkert á seinni níu holurnar á fyrsta hring opna breska meistaramótsins en hann er efstur á mótinu og verður það nær örugglega eftir fyrsta dag. Mickelson fór fyrsta hringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk átta fugla, fjóra á fyrri níu og fjóra á seinni níu, og engan skolla. Með þessum árangri jafnaði Mickelson metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti en átta kylfingar hafa áður leikið hring á þessu risamóti á 63 höggum. Síðast gerði Norður-Írinn Rory McIlroy það á opna breska árið 2010. Mickelson var grátlega nálægt því að fara hringinn á 62 höggum en hann krækti pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði það farið ofan í hefði Mickelson verið fyrsti maðurinn í sögunni til að spila hring á risamóti á 62 höggum. Bandaríkjamenn eru í sjö efstu sætunum en Patrick Reed sem kláraði snemma í dag er í öðru til þriðja sæti ásamt Zach Johnson. Báðir eru á fimm höggum undir pari en Johnson á þrjár holur eftir í dag. Justin Thomas, Steve Stricker, Billy Horschel og Tony Finau eru svo allir á fjórum höggum undir pari líkt og Daninn Sören Kjeldsen og Þjóðverjinn Martin Kaymer.
Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41
Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52