Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 17:15 Phil Mickelson var grátlega nálægt því að vera fyrsti maðurinn á 62 höggum á risamóti. vísir/getty Phil Mickelson slakaði ekkert á seinni níu holurnar á fyrsta hring opna breska meistaramótsins en hann er efstur á mótinu og verður það nær örugglega eftir fyrsta dag. Mickelson fór fyrsta hringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk átta fugla, fjóra á fyrri níu og fjóra á seinni níu, og engan skolla. Með þessum árangri jafnaði Mickelson metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti en átta kylfingar hafa áður leikið hring á þessu risamóti á 63 höggum. Síðast gerði Norður-Írinn Rory McIlroy það á opna breska árið 2010. Mickelson var grátlega nálægt því að fara hringinn á 62 höggum en hann krækti pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði það farið ofan í hefði Mickelson verið fyrsti maðurinn í sögunni til að spila hring á risamóti á 62 höggum. Bandaríkjamenn eru í sjö efstu sætunum en Patrick Reed sem kláraði snemma í dag er í öðru til þriðja sæti ásamt Zach Johnson. Báðir eru á fimm höggum undir pari en Johnson á þrjár holur eftir í dag. Justin Thomas, Steve Stricker, Billy Horschel og Tony Finau eru svo allir á fjórum höggum undir pari líkt og Daninn Sören Kjeldsen og Þjóðverjinn Martin Kaymer. Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Phil Mickelson slakaði ekkert á seinni níu holurnar á fyrsta hring opna breska meistaramótsins en hann er efstur á mótinu og verður það nær örugglega eftir fyrsta dag. Mickelson fór fyrsta hringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk átta fugla, fjóra á fyrri níu og fjóra á seinni níu, og engan skolla. Með þessum árangri jafnaði Mickelson metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti en átta kylfingar hafa áður leikið hring á þessu risamóti á 63 höggum. Síðast gerði Norður-Írinn Rory McIlroy það á opna breska árið 2010. Mickelson var grátlega nálægt því að fara hringinn á 62 höggum en hann krækti pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði það farið ofan í hefði Mickelson verið fyrsti maðurinn í sögunni til að spila hring á risamóti á 62 höggum. Bandaríkjamenn eru í sjö efstu sætunum en Patrick Reed sem kláraði snemma í dag er í öðru til þriðja sæti ásamt Zach Johnson. Báðir eru á fimm höggum undir pari en Johnson á þrjár holur eftir í dag. Justin Thomas, Steve Stricker, Billy Horschel og Tony Finau eru svo allir á fjórum höggum undir pari líkt og Daninn Sören Kjeldsen og Þjóðverjinn Martin Kaymer.
Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41
Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52