Erlent

Hæstaréttardómari segir Trump vera loddara

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.
Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993. Nordicphotos/AFP
„Donald Trump er loddari,“ segir Ruth Bader Ginsburg. Hún er dómari við hæstarétt Bandaríkjanna og lét þessi orð falla í sjónvarpsviðtali á mánudag.

Hún hefur við fleiri tækifæri ekki farið dult með andúð sína á Trump, sem væntanlega verður forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember.

„Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta land yrði ef Donald Trump væri forseti okkar,“ sagði hún í blaðaviðtali, og bætti því við að hún mætti hreinlega ekki til þess hugsa hvað það myndi þýða fyrir hæstarétt sjálfan.

Þessar yfirlýsingar verða að teljast nánast einsdæmi, því hæstaréttardómarar þar í landi, rétt eins og víðast hvar annars staðar, hafa jafnan forðast það eins og heitan eldinn að blanda sér í stjórnmálin.

Trump sagði Ginsburg hafa orðið öllum til skammar og ætti að segja af sér.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×