Um jafnaðarstefnuna Ellert B. Schram skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar