Dagur: Ég er stoltur og þakklátur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 19:03 Dagur Sigurðsson með bikarinn í dag. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira