Innlent

Skotárás í Breiðholti: Maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald en konan látin laus

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn sem handtekinn var í nótt vegna aðgerða lögreglu í Breiðholti í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Kona sem einnig var handtekin í nótt vegna rannsóknar málsins hefur nú verið látin laus. Lögregla leitar enn annars manns sem talinn er tengjast málinu.

Um er að ræða aðgerðir lögreglu vegna skotárásar í Breiðholti í gærkvöldi. Vitni sögðu frá því að hópur manna, allt að 30-50, hafði safnast saman fyrir utan söluturninn í Iðufelli í gær og þar hafi verið mikil um læti áður en mikil slagsmál brutust út.

Hópurinn dreifðist í allar áttir eftir að skotið var tveimur skotum úr haglabyssu í átt að bifreið.

Lögreglan lýsti eftir rauðum Toyota Yaris í tengslum við rannsókn málsins en skotið var að honum í gærkvöldi. Greint var frá því að þeir sem voru á bílnum hefðu sett sig í samband við lögreglu í dag en engar frekari upplýsingar voru veittar um málið.


Tengdar fréttir

Telja sig þekkja byssumennina

Lögreglan leitar nú að tveimur mönnum sem grunaðir eru um skotárásina í Breiðholti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×