Njóta þess að ferðast saman Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Félagarnir njóta þess að ferðast saman og í dag ætla þeir að mæta í gleðigönguna. Vísir/Hanna Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleðigönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástralíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstaklingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjónabönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðurnar,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkynhneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreytileika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvita bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upplifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleðigönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástralíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstaklingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjónabönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðurnar,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkynhneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreytileika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvita bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upplifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hinsegin Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira