Enski boltinn

Tap hjá Ólympíumeisturunum í fyrsta leik í Ríó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir á hliðarlínunni í dag.
Þórir á hliðarlínunni í dag. vísir/afp
Þórir Hergeirsson og lærimeyjar hans í Noregi töpuðu sínum fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.

Noregur tapaði fyrir Brasilíu 31-28, en Noregur hefur unnið Ólympíuleikana í handbolta kvenna síðustu tvö skipti (í Peking 2008 og í London 2012).

Heimamenn í Brasilíu voru yfir í hálfleik 17-16 og voru svo sterkari í síðari hálfleik, en lokaniðurstaðan þriggja marka sigur Brasilíu, 31-28.

Norsku stúlkurnar náðu tveimur til þremur ágætis köflum í leiknum, en þeir voru of stuttir og of fáir og því fór sem fór.

Á HM í fyrra tapaði Noregur einnig sínum fyrsta leik í mótinu, með einu marki gegn Rússlandi, en unnu svo alla leikina og urðu meistarar. Það er spurning hvort sama verði uppi á teningnum núna.

Í riðlinum eru einnig Svartfjallaland, Spánn, Rúmeníu og Angóla, en Noregur spilar næst gegn Spáni á mánudag og þarf Þórir því að vera snöggur að rífa liðið á lappir aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×