Fjárfesting í innviðum hefur skilað sér Sæunn Gísladóttir skrifar 21. september 2016 12:00 Sjóklæðagerðin er í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Mynd/66°NORÐUR Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR hagnaðist um rúma tvo milljarða á síðasta ári. Séu einskiptisaðgerðir og skipulagsbreytingar teknar út fyrir sviga nemur hagnaður félagsins 178 milljónum króna og nam vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækinu rúmum átta prósentum á milli ára. „Við gerðum á árinu ákveðnar skipulagsbreytingar sem kalla á skýringar. Fyrirtækið er ekki að skila methagnaði þótt tölurnar gætu við fyrstu sýn gefið annað í skyn,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður. Á árinu ákváðu eigendur félagsins að skipta félaginu upp í tvær einingar og er breytingin gerð til þess að skilja að ólíka þætti rekstursins, annars vegar framleiðslu útivistar- og vinnufatnaðar undir hatti Sjóklæðagerðarinnar, en hins vegar framleiðslu ullar- og gjafavöru undir félaginu Rammagerðin Holding. Við þessa breytingu myndaðist söluhagnaður í bókum Sjóklæðagerðarinnar upp á rúmar 1.852 milljónir króna. Félögin eru bæði að fullu í eigu eignarhaldsfélags í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar námu 3,5 milljörðum króna árið 2015 og drógust saman milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum í árslok og hækkaði um tæpa tvo milljarða milli ára, meðal annars vegna breytinganna. „Afkoman er ásættanleg og reksturinn hefur gengið vel,“ segir Helgi. „Aukin kaup Íslendinga á merkinu og fjölgun ferðamanna hefur hjálpað til. Við erum búin að vera að styrkja línuna okkar mikið og bæta inn mörgum vörum,“ segir Helgi. Fyrirtækið rekur tíu verslanir 66° Norður á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn í Danmörku. Auk þess starfrækir Rammagerðin (í eigu hjónanna) sex verslanir. „Það er búið að ganga mjög vel í Kaupmannahöfn, við erum að sjá góða söluaukningu í búðinni sem er búin að vera opin lengur en í eitt ár. Við munum einbeita okkur að því að reka þessar verslanir vel en svo sjáum við til hvort við opnum aðrar í Kaupmannahöfn eða annars staðar. Það er ekkert sem við erum búin að negla niður, við erum bara að skoða það,“ segir Helgi. Að sögn Helga fer langstærsti hluti sölunnar í Rammagerðinni til ferðamanna. „En við sjáum að Íslendingar eru í auknum mæli að kaupa hjá okkur þar íslenskt handverk. Íslendingar eru svo langstærsti viðskiptamannahópur 66°Norður á Íslandi.“ Helgi segir að gott gengi hjá félaginu megi rekja til mikillar uppbyggingar innan fyrirtækisins. „Við höfum notað mikið fjármagn í að fjárfesta í vörulínunni, markaðssetningunni og nýjum verslunum undanfarin ár. Við viljum leggja áherslu á að svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“ Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR hagnaðist um rúma tvo milljarða á síðasta ári. Séu einskiptisaðgerðir og skipulagsbreytingar teknar út fyrir sviga nemur hagnaður félagsins 178 milljónum króna og nam vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækinu rúmum átta prósentum á milli ára. „Við gerðum á árinu ákveðnar skipulagsbreytingar sem kalla á skýringar. Fyrirtækið er ekki að skila methagnaði þótt tölurnar gætu við fyrstu sýn gefið annað í skyn,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður. Á árinu ákváðu eigendur félagsins að skipta félaginu upp í tvær einingar og er breytingin gerð til þess að skilja að ólíka þætti rekstursins, annars vegar framleiðslu útivistar- og vinnufatnaðar undir hatti Sjóklæðagerðarinnar, en hins vegar framleiðslu ullar- og gjafavöru undir félaginu Rammagerðin Holding. Við þessa breytingu myndaðist söluhagnaður í bókum Sjóklæðagerðarinnar upp á rúmar 1.852 milljónir króna. Félögin eru bæði að fullu í eigu eignarhaldsfélags í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar námu 3,5 milljörðum króna árið 2015 og drógust saman milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum í árslok og hækkaði um tæpa tvo milljarða milli ára, meðal annars vegna breytinganna. „Afkoman er ásættanleg og reksturinn hefur gengið vel,“ segir Helgi. „Aukin kaup Íslendinga á merkinu og fjölgun ferðamanna hefur hjálpað til. Við erum búin að vera að styrkja línuna okkar mikið og bæta inn mörgum vörum,“ segir Helgi. Fyrirtækið rekur tíu verslanir 66° Norður á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn í Danmörku. Auk þess starfrækir Rammagerðin (í eigu hjónanna) sex verslanir. „Það er búið að ganga mjög vel í Kaupmannahöfn, við erum að sjá góða söluaukningu í búðinni sem er búin að vera opin lengur en í eitt ár. Við munum einbeita okkur að því að reka þessar verslanir vel en svo sjáum við til hvort við opnum aðrar í Kaupmannahöfn eða annars staðar. Það er ekkert sem við erum búin að negla niður, við erum bara að skoða það,“ segir Helgi. Að sögn Helga fer langstærsti hluti sölunnar í Rammagerðinni til ferðamanna. „En við sjáum að Íslendingar eru í auknum mæli að kaupa hjá okkur þar íslenskt handverk. Íslendingar eru svo langstærsti viðskiptamannahópur 66°Norður á Íslandi.“ Helgi segir að gott gengi hjá félaginu megi rekja til mikillar uppbyggingar innan fyrirtækisins. „Við höfum notað mikið fjármagn í að fjárfesta í vörulínunni, markaðssetningunni og nýjum verslunum undanfarin ár. Við viljum leggja áherslu á að svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira