Fjárfesting í innviðum hefur skilað sér Sæunn Gísladóttir skrifar 21. september 2016 12:00 Sjóklæðagerðin er í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Mynd/66°NORÐUR Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR hagnaðist um rúma tvo milljarða á síðasta ári. Séu einskiptisaðgerðir og skipulagsbreytingar teknar út fyrir sviga nemur hagnaður félagsins 178 milljónum króna og nam vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækinu rúmum átta prósentum á milli ára. „Við gerðum á árinu ákveðnar skipulagsbreytingar sem kalla á skýringar. Fyrirtækið er ekki að skila methagnaði þótt tölurnar gætu við fyrstu sýn gefið annað í skyn,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður. Á árinu ákváðu eigendur félagsins að skipta félaginu upp í tvær einingar og er breytingin gerð til þess að skilja að ólíka þætti rekstursins, annars vegar framleiðslu útivistar- og vinnufatnaðar undir hatti Sjóklæðagerðarinnar, en hins vegar framleiðslu ullar- og gjafavöru undir félaginu Rammagerðin Holding. Við þessa breytingu myndaðist söluhagnaður í bókum Sjóklæðagerðarinnar upp á rúmar 1.852 milljónir króna. Félögin eru bæði að fullu í eigu eignarhaldsfélags í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar námu 3,5 milljörðum króna árið 2015 og drógust saman milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum í árslok og hækkaði um tæpa tvo milljarða milli ára, meðal annars vegna breytinganna. „Afkoman er ásættanleg og reksturinn hefur gengið vel,“ segir Helgi. „Aukin kaup Íslendinga á merkinu og fjölgun ferðamanna hefur hjálpað til. Við erum búin að vera að styrkja línuna okkar mikið og bæta inn mörgum vörum,“ segir Helgi. Fyrirtækið rekur tíu verslanir 66° Norður á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn í Danmörku. Auk þess starfrækir Rammagerðin (í eigu hjónanna) sex verslanir. „Það er búið að ganga mjög vel í Kaupmannahöfn, við erum að sjá góða söluaukningu í búðinni sem er búin að vera opin lengur en í eitt ár. Við munum einbeita okkur að því að reka þessar verslanir vel en svo sjáum við til hvort við opnum aðrar í Kaupmannahöfn eða annars staðar. Það er ekkert sem við erum búin að negla niður, við erum bara að skoða það,“ segir Helgi. Að sögn Helga fer langstærsti hluti sölunnar í Rammagerðinni til ferðamanna. „En við sjáum að Íslendingar eru í auknum mæli að kaupa hjá okkur þar íslenskt handverk. Íslendingar eru svo langstærsti viðskiptamannahópur 66°Norður á Íslandi.“ Helgi segir að gott gengi hjá félaginu megi rekja til mikillar uppbyggingar innan fyrirtækisins. „Við höfum notað mikið fjármagn í að fjárfesta í vörulínunni, markaðssetningunni og nýjum verslunum undanfarin ár. Við viljum leggja áherslu á að svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“ Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR hagnaðist um rúma tvo milljarða á síðasta ári. Séu einskiptisaðgerðir og skipulagsbreytingar teknar út fyrir sviga nemur hagnaður félagsins 178 milljónum króna og nam vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækinu rúmum átta prósentum á milli ára. „Við gerðum á árinu ákveðnar skipulagsbreytingar sem kalla á skýringar. Fyrirtækið er ekki að skila methagnaði þótt tölurnar gætu við fyrstu sýn gefið annað í skyn,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður. Á árinu ákváðu eigendur félagsins að skipta félaginu upp í tvær einingar og er breytingin gerð til þess að skilja að ólíka þætti rekstursins, annars vegar framleiðslu útivistar- og vinnufatnaðar undir hatti Sjóklæðagerðarinnar, en hins vegar framleiðslu ullar- og gjafavöru undir félaginu Rammagerðin Holding. Við þessa breytingu myndaðist söluhagnaður í bókum Sjóklæðagerðarinnar upp á rúmar 1.852 milljónir króna. Félögin eru bæði að fullu í eigu eignarhaldsfélags í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar námu 3,5 milljörðum króna árið 2015 og drógust saman milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum í árslok og hækkaði um tæpa tvo milljarða milli ára, meðal annars vegna breytinganna. „Afkoman er ásættanleg og reksturinn hefur gengið vel,“ segir Helgi. „Aukin kaup Íslendinga á merkinu og fjölgun ferðamanna hefur hjálpað til. Við erum búin að vera að styrkja línuna okkar mikið og bæta inn mörgum vörum,“ segir Helgi. Fyrirtækið rekur tíu verslanir 66° Norður á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn í Danmörku. Auk þess starfrækir Rammagerðin (í eigu hjónanna) sex verslanir. „Það er búið að ganga mjög vel í Kaupmannahöfn, við erum að sjá góða söluaukningu í búðinni sem er búin að vera opin lengur en í eitt ár. Við munum einbeita okkur að því að reka þessar verslanir vel en svo sjáum við til hvort við opnum aðrar í Kaupmannahöfn eða annars staðar. Það er ekkert sem við erum búin að negla niður, við erum bara að skoða það,“ segir Helgi. Að sögn Helga fer langstærsti hluti sölunnar í Rammagerðinni til ferðamanna. „En við sjáum að Íslendingar eru í auknum mæli að kaupa hjá okkur þar íslenskt handverk. Íslendingar eru svo langstærsti viðskiptamannahópur 66°Norður á Íslandi.“ Helgi segir að gott gengi hjá félaginu megi rekja til mikillar uppbyggingar innan fyrirtækisins. „Við höfum notað mikið fjármagn í að fjárfesta í vörulínunni, markaðssetningunni og nýjum verslunum undanfarin ár. Við viljum leggja áherslu á að svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira