Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Snærós Sindradóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/anton brink „Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira