Fyrrverandi mannauðsstjóri Landspítalans fær umtalsvert hærri bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 16:44 Landspítalinn. Mynd/Vilhelm Hæstiréttur hefur dæmt Landspítalann til þess að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans, 67 milljónir vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Hækka bætur hennar til muna en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt henni 27 milljónir vegna starfslokasamningsins. Landspítalinn áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist sýknu í málinu. Kristjana Erna áfrýjaði einnig dómi héraðsdóms og krafðist þess að viðurkennt yrði að Landspítalinn yrði skylt að greiða sér laun starfsmannastjóra mánaðarlega frá 1. nóvember 2016 til 31. maí 2017 samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Málið má rekja til þess að þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017.Sjá einnig: Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónirBjörn Zöega, var forstjóri Landspítalans þegar umræddur starfslokasamningur var gerður.Vísir/GVASamið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Í upphafi árs 2014 kallaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalands, Kristjönu á sinn fund og tjáði henni að Björn hefði ekki haft heimild til þess að gera við hana starfslokasamning að mati fjármálaráðuneytisins. Því væri Landspítalanum óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Var Kristjönu boðið að taka að sér starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum. Sætti Kristjana sig ekki við það og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Taldi Hæstaréttur að Kristjana ætti rétt til efndabóta, sem geri hana eins setta fjárhagslega og ef samningurinn hefði verið réttilega efndur. Í dómi héraðsdóms sagði að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi. Hæstiréttur staðfesti þennan dóm en hækkaði bæturnar sem Kristjana fær úr 27 milljónum í 67 milljónir í samræmi við aðalkröfu Kristjönu. Hafði sú krafa ekki sætt neinum andmælum af hálfu Landspítalans og var hún því tekin til greina.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Tengdar fréttir Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Landspítalann til þess að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans, 67 milljónir vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Hækka bætur hennar til muna en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt henni 27 milljónir vegna starfslokasamningsins. Landspítalinn áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist sýknu í málinu. Kristjana Erna áfrýjaði einnig dómi héraðsdóms og krafðist þess að viðurkennt yrði að Landspítalinn yrði skylt að greiða sér laun starfsmannastjóra mánaðarlega frá 1. nóvember 2016 til 31. maí 2017 samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Málið má rekja til þess að þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017.Sjá einnig: Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónirBjörn Zöega, var forstjóri Landspítalans þegar umræddur starfslokasamningur var gerður.Vísir/GVASamið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Í upphafi árs 2014 kallaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalands, Kristjönu á sinn fund og tjáði henni að Björn hefði ekki haft heimild til þess að gera við hana starfslokasamning að mati fjármálaráðuneytisins. Því væri Landspítalanum óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Var Kristjönu boðið að taka að sér starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum. Sætti Kristjana sig ekki við það og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Taldi Hæstaréttur að Kristjana ætti rétt til efndabóta, sem geri hana eins setta fjárhagslega og ef samningurinn hefði verið réttilega efndur. Í dómi héraðsdóms sagði að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi. Hæstiréttur staðfesti þennan dóm en hækkaði bæturnar sem Kristjana fær úr 27 milljónum í 67 milljónir í samræmi við aðalkröfu Kristjönu. Hafði sú krafa ekki sætt neinum andmælum af hálfu Landspítalans og var hún því tekin til greina.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Tengdar fréttir Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15