Ritara Samfylkingarinnar blöskraði gagnrýni Gillz en biðst afsökunar á orðum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 15:40 Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson telur að Egill Einarsson hafi ekki efni á að gagnrýna sig á feminískum grundvelli. Vísir „Egill er enginn femínisti, þvert á móti,“ segir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar. Hann segir að honum hafi blöskrað að sjá Egil Einarsson, útvarpsmann og einkaþjálfara, gagnrýna sig úr feminískri átt. Óskar biðst þó afsökunar á harkalegum orðum sínum í garð Egils. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi í dag sagði Óskar Steinn Agli að fokka sér í kjölfar þess að Egill gagnrýndi tíst Óskars þar sem hann vakti athygli á þeirri umræðu sem átti sér stað á Alþingi á meðan Unnur Brá gaf barni sínu brjóst.Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Í samtali við Vísi segir Óskar að tíst hans um Unni Brá hafi ekki verið um brjóstagjöf hennar heldur um hvað verið hafi til umræðu á Alþingi. Verið var að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga þannig að til 1. janúar 2017 muni kæra í tilteknum málum umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar sem Útlendingastofnun hefur ákveðið að viðkomandi skuli yfirgefa landið, ekki fresta réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar. „Ástæða þess að ég var svolítið reiður í gær og sendi út þetta tíst er að við erum að senda börn úr landi sem þekkja ekkert annað heimili en Ísland. Við erum að gera þetta trekk í trekk og hér ríða yfir reiðiöldur í samfélaginu í hvert skipti sem þessar fréttir koma,“ segir Óskar. Tístið hafi ekki beinst að brjóstagjöf Unnar Brár.Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar.„Það eina sem heyrist frá stjórnvöldum er að það eigi að herða reglur og senda hælisleitendur fyrr úr landi. Það var inntak þess sem Unnur Brá var að segja í gær. Ég vildi vekja athygli á því. Það hefur ekkert að gera með að hún sé með barn á brjósti. Það er frábært mál sem ætti að vera sjálfsagt. Ég tek hatt minn ofan fyrir henni vegna þess,“ segir Óskar Steinn.Rifjar upp umdeilda bloggfærslu Egils Honum hafi hins vegar blöskrað í morgun þegar hann hafi séð Egil Einarsson svara tísti sínu. Óskar segir að Egill hafi ekki efni á því að gagnrýna sig á feminískum grundvelli. „Mér fannst svo fáranlegt að fá þessa gagnrýni frá Agli sem hefur verið að beita orðræðu sem normalíserar nauðganir,“ segir Óskar og vísar þar sérstaklega til umdeildar bloggfærslu sem Egill skrifaði á bloggsíðu sína árið 2007 þar sem hann sagði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þá þingmann Samfylkingarinnar vera portkonu. Egill Einarsson.Vísir/VilhelmÞá sagði hann konur sem væru femínistar vera „flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar“. Einnig sagði Egill að þjóðþekktar konur þyrftu á því að halda að sænga hjá karlmönnum. Um Kolbrúnu Halldórsdóttur ,þáverandi þingmann Vinstri-grænna, sagði hann að ákveðnir karlmenn myndu „fylla hana eins og hátíðarkalkún“ Egill fjarlægði síðar þessa bloggfærslu og árið 2010, þegar hún var rifjuð upp eftir að Egill varð andlit símaskrárinnar, sagði Egill að hann hefði ekki verið að hvetja til nauðgana með færslunni. Þarna hafi verið grófur einkahúmor á ferð. Óskar segir að það sé ekki gild afsökun. „Við höfum séð núna bylgju af sögum frá konum á samfélagsmiðlum frá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Nauðgunarmenning er mikið vandamál á Íslandi og Egill er búinn að vera ýta undir hana með sínum orðum í gegnum tíðina,“ segir Óskar og vísar þar til Twitter-færslu Hildar Lilliendahl þar sem hún hvatti íslenskar konur til að deila reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Frásagnir eru orðnar yfir 50 talsins og hafa vakið mikla athygli. Óskar segir þó að hann gripið of harkalega til orða og biðst hann afsökunar á því sem hann sagði við Egil á Twitter. „Ég tók of harkalega orða og ég biðst afsökunar á því. Svona eigum við hvorki að tala við né um fólk. Við eigum að vera málefnanleg og ég biðst afsökunar á því að taka svona harkalega til orða.“ Tengdar fréttir Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér "Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“ 13. október 2016 10:52 Birtir tugi frásagna kvenna af kynferðisofbeldi: "Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma“ Hildur Lilliendahl segist ekki treysta sér til að hvetja ungar konur til að kæra kynferðisofbeldi eins og staðan er í dag. 13. október 2016 09:15 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
„Egill er enginn femínisti, þvert á móti,“ segir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar. Hann segir að honum hafi blöskrað að sjá Egil Einarsson, útvarpsmann og einkaþjálfara, gagnrýna sig úr feminískri átt. Óskar biðst þó afsökunar á harkalegum orðum sínum í garð Egils. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi í dag sagði Óskar Steinn Agli að fokka sér í kjölfar þess að Egill gagnrýndi tíst Óskars þar sem hann vakti athygli á þeirri umræðu sem átti sér stað á Alþingi á meðan Unnur Brá gaf barni sínu brjóst.Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Í samtali við Vísi segir Óskar að tíst hans um Unni Brá hafi ekki verið um brjóstagjöf hennar heldur um hvað verið hafi til umræðu á Alþingi. Verið var að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga þannig að til 1. janúar 2017 muni kæra í tilteknum málum umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar sem Útlendingastofnun hefur ákveðið að viðkomandi skuli yfirgefa landið, ekki fresta réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar. „Ástæða þess að ég var svolítið reiður í gær og sendi út þetta tíst er að við erum að senda börn úr landi sem þekkja ekkert annað heimili en Ísland. Við erum að gera þetta trekk í trekk og hér ríða yfir reiðiöldur í samfélaginu í hvert skipti sem þessar fréttir koma,“ segir Óskar. Tístið hafi ekki beinst að brjóstagjöf Unnar Brár.Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar.„Það eina sem heyrist frá stjórnvöldum er að það eigi að herða reglur og senda hælisleitendur fyrr úr landi. Það var inntak þess sem Unnur Brá var að segja í gær. Ég vildi vekja athygli á því. Það hefur ekkert að gera með að hún sé með barn á brjósti. Það er frábært mál sem ætti að vera sjálfsagt. Ég tek hatt minn ofan fyrir henni vegna þess,“ segir Óskar Steinn.Rifjar upp umdeilda bloggfærslu Egils Honum hafi hins vegar blöskrað í morgun þegar hann hafi séð Egil Einarsson svara tísti sínu. Óskar segir að Egill hafi ekki efni á því að gagnrýna sig á feminískum grundvelli. „Mér fannst svo fáranlegt að fá þessa gagnrýni frá Agli sem hefur verið að beita orðræðu sem normalíserar nauðganir,“ segir Óskar og vísar þar sérstaklega til umdeildar bloggfærslu sem Egill skrifaði á bloggsíðu sína árið 2007 þar sem hann sagði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þá þingmann Samfylkingarinnar vera portkonu. Egill Einarsson.Vísir/VilhelmÞá sagði hann konur sem væru femínistar vera „flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar“. Einnig sagði Egill að þjóðþekktar konur þyrftu á því að halda að sænga hjá karlmönnum. Um Kolbrúnu Halldórsdóttur ,þáverandi þingmann Vinstri-grænna, sagði hann að ákveðnir karlmenn myndu „fylla hana eins og hátíðarkalkún“ Egill fjarlægði síðar þessa bloggfærslu og árið 2010, þegar hún var rifjuð upp eftir að Egill varð andlit símaskrárinnar, sagði Egill að hann hefði ekki verið að hvetja til nauðgana með færslunni. Þarna hafi verið grófur einkahúmor á ferð. Óskar segir að það sé ekki gild afsökun. „Við höfum séð núna bylgju af sögum frá konum á samfélagsmiðlum frá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Nauðgunarmenning er mikið vandamál á Íslandi og Egill er búinn að vera ýta undir hana með sínum orðum í gegnum tíðina,“ segir Óskar og vísar þar til Twitter-færslu Hildar Lilliendahl þar sem hún hvatti íslenskar konur til að deila reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Frásagnir eru orðnar yfir 50 talsins og hafa vakið mikla athygli. Óskar segir þó að hann gripið of harkalega til orða og biðst hann afsökunar á því sem hann sagði við Egil á Twitter. „Ég tók of harkalega orða og ég biðst afsökunar á því. Svona eigum við hvorki að tala við né um fólk. Við eigum að vera málefnanleg og ég biðst afsökunar á því að taka svona harkalega til orða.“
Tengdar fréttir Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér "Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“ 13. október 2016 10:52 Birtir tugi frásagna kvenna af kynferðisofbeldi: "Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma“ Hildur Lilliendahl segist ekki treysta sér til að hvetja ungar konur til að kæra kynferðisofbeldi eins og staðan er í dag. 13. október 2016 09:15 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér "Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“ 13. október 2016 10:52
Birtir tugi frásagna kvenna af kynferðisofbeldi: "Þetta er eitthvert allra stærsta útistandandi réttlætismál okkar samtíma“ Hildur Lilliendahl segist ekki treysta sér til að hvetja ungar konur til að kæra kynferðisofbeldi eins og staðan er í dag. 13. október 2016 09:15