Lífið

Steins Steinars minnst í Fríkirkjunni með afmælistónleikum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Svava Kristín og Kristbjörg Kari standa að þessum tónleikum.
Svava Kristín og Kristbjörg Kari standa að þessum tónleikum.
Í dag er afmælisdagur Steins Steinars skálds. Í tilefni þess verða haldnir tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Þar mun söngkonan og lagahöfundurinn Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir frumflytja eigin lög við ljóð hans. Sérstök gestasöngkona er Margrét Eir, hún  syngur tvö nýju  laganna.  Björn Árnason leikur með á píanó.

Söngkonan Svava Kristín Ingólfsdóttir ætlar líka flytja nokkur lög eftir Bergþóru Árnadóttur, við ljóð skáldsins.

„Ég þekkti Bergþóru á sínum tíma og hlustaði mikið á hana, bæði tónlist hennar og túlkun á ljóðum hefur alltaf höfðað til mín og verið í hjarta mér í mörg ár. Því er mér mjög kært að gera þetta,“ segir Svava og heldur áfram.

„Við ætluðum að vera bara með gítarleikarann Örn Arnarson til að spila undir hjá mér en svo bættust fleiri hljóðfæraleikarar í hópinn því Örn er með hljómsveit sem heitir Bræðrabandið og það flytur lög í þjóðlagastíl. Þetta verður notaleg stund og Fríkirkjan falleg umgjörð um tónleikana.“

Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×