Grátandi Ólympíumeistari: „Þetta hefur verið versta vika ævi minnar“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 12:15 Theresa Johaug grætur á blaðamannafundinum í dag. vísir/afp Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er á leiðinni í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi 16. september síðastliðinn, en í lyfsýni hennar fannst steraefnið clostebol. Johaug er ein allra besta skíðagöngukona heims en hún varð Ólympíumeistari í 4x5 kílómetra skíðagöngu í Vancouver árið 2010 og þá vann hún til silfur- og bronsverðlauna á ÓL í Sochi fyrir tveimur árum. Johaug hefur einnig unnið til sjö gullverðlauna á HM en hún tók þrenn á HM 2015 í Falun fyrir tveimur árum síðan. Johaug segist hafa fengið efnið úr sólarvörn sem læknir norska landsliðsins Fredrik Bendiksen, sagði henni að nota. Hann fullyrti við Johaug að efnið væri ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA.Johaug fagnar gulli á HM 2015.vísir/afpGrét hástöfum Hún smurði sólaráburðinum á varir sínar þegar norska liðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst en Johaug glímdi við mikinn varaþurrk á meðan æfingum stóð. Bendiksen gekkst við mistökum sínum og sagði á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag að hann væri hættur. Annað væri einfaldlega ekki í boði eftir þessi risastóru mistök. Sjálf grét Johaug hástöfum þegar hún tjáði sig um málið á fréttamannafundinum í dag. „Ég vil byrja á að segja að ég er alveg niðurbrotin. Ég get ekki lýst þessari stöðu og ég engan vegin lýst því hvernig mér hefur liðið síðustu vikuna. Þetta hefur verið versta vika ævi minnar,“ sagði sú norska. Johaug þarf að bíða eftir endanlegum úrskurði WADA um hversu langt bannið verður en þeir keppendur sem finnast sekir um að nota clostebol fá oftast eins árs keppnisbann. Myndband frá blaðamannafundinum þar sem Johaug reynir að tala í gegnum tárin má sjá hér að neðan. Aðrar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Sjá meira
Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er á leiðinni í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi 16. september síðastliðinn, en í lyfsýni hennar fannst steraefnið clostebol. Johaug er ein allra besta skíðagöngukona heims en hún varð Ólympíumeistari í 4x5 kílómetra skíðagöngu í Vancouver árið 2010 og þá vann hún til silfur- og bronsverðlauna á ÓL í Sochi fyrir tveimur árum. Johaug hefur einnig unnið til sjö gullverðlauna á HM en hún tók þrenn á HM 2015 í Falun fyrir tveimur árum síðan. Johaug segist hafa fengið efnið úr sólarvörn sem læknir norska landsliðsins Fredrik Bendiksen, sagði henni að nota. Hann fullyrti við Johaug að efnið væri ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA.Johaug fagnar gulli á HM 2015.vísir/afpGrét hástöfum Hún smurði sólaráburðinum á varir sínar þegar norska liðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst en Johaug glímdi við mikinn varaþurrk á meðan æfingum stóð. Bendiksen gekkst við mistökum sínum og sagði á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag að hann væri hættur. Annað væri einfaldlega ekki í boði eftir þessi risastóru mistök. Sjálf grét Johaug hástöfum þegar hún tjáði sig um málið á fréttamannafundinum í dag. „Ég vil byrja á að segja að ég er alveg niðurbrotin. Ég get ekki lýst þessari stöðu og ég engan vegin lýst því hvernig mér hefur liðið síðustu vikuna. Þetta hefur verið versta vika ævi minnar,“ sagði sú norska. Johaug þarf að bíða eftir endanlegum úrskurði WADA um hversu langt bannið verður en þeir keppendur sem finnast sekir um að nota clostebol fá oftast eins árs keppnisbann. Myndband frá blaðamannafundinum þar sem Johaug reynir að tala í gegnum tárin má sjá hér að neðan.
Aðrar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum