Fjórflokkarnir með helming fylgisins Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. október 2016 07:00 Það blasir ekki við hvernig stjórn verður mynduð eftir kosningar. Í Ráðhúsinu er meirihluti fjögurra flokka, Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og VG. Slík stjórn myndi hafa 36 manna meirihluta að baki sér á Alþingi. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin væri stjórn Sjálfstæðismanna og Pírata. vísir/eyþór Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar halda öruggri forystu í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður könnunar sem gerð var 10. og 11. október benda þó til þess að Sjálfstæðisflokkurinn tapi einhverju fylgi frá könnun sem gerð var viku fyrr. Núna mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósenta fylgi en mældist með 25,9 prósent fyrir viku. Píratar bæta aftur á móti nokkuð við sig fylgi milli vikna. Þeir voru með 19,2 prósenta fylgi í síðustu viku en eru með 22,8 prósent núna. Þá bæta Vinstri græn við sig 2,5 prósentum og Framsóknarflokkurinn tapar 2,9 prósentum milli vikna. Að öðru leyti eru litlar breytingar á fylgi flokkanna. „Það má kannski segja að þetta sé að byrja að setjast. Ég myndi nú samt ekki ganga svo langt að segja að myndin sé orðin skýr. Það sem vekur mesta athygli hjá mér hérna er að þið eruð að fá betri svörun,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Þar vísar hann til þess að í könnuninni sem gerð var í byrjun vikunnar tóku 67,2 prósent afstöðu en 58,6 prósent tóku afstöðu í könnuninni í síðustu viku. „Það segir mér að fólk er svona betur farið að gera upp sinn hug. Og hugsanlega er könnunin orðin marktækari en þær sem á undan gengu,“ segir Eiríkur Bergmann um þessa þróun í könnuninni. Hann segir nokkrar áhugaverðar línur birtast í könnuninni. Sú fyrsta að fjórflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og VG, eru einungis með 53,6 prósent af fylginu. Önnur sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að lækka í könnunum Fréttablaðsins. „Hann er reyndar ekkert lægri en hann hefur verið sumstaðar í öðrum könnunum. En hann er farinn að lækka hjá ykkur og það er eftirtektarvert,“ segir Eiríkur Bergmann. Í síðustu könnun Gallup sem gerð var 16. til 29. september var Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7 prósenta fylgi og 20,6 prósent í könnun MMR sem gerð var 20. til 26. september. Þá segir Eiríkur það líka eftirtektarvert hvað Píratar halda sínu fylgi. „Það veit á að þeir muni kannski ekki hrynja fyrir kosningar eins og einhverjir hefðu getað spáð.“ Þá veki það líka athygli að Björt framtíð haldi áfram að klóra sig upp og í þessari könnun sé flokkurinn kominn dálítið vel yfir fimm prósenta þröskuldinn. Þá segir Eiríkur stöðu Viðreisnar athyglisverða. „Mér finnst eftirtektarvert að Viðreisn, þó hún mæti sterk til leiks, þá nær hún ekki því háflugi sem maður hefði getað haldið um tíma að hún myndi ná,“ segir Eiríkur. Þar bendir hann líka á að Fréttablaðið mæli Viðreisn ögn lægri en aðrir könnunaraðilar.Eiríkur BergmannÍ nýjustu könnun MMR mældist flokkurinn til dæmis með 12,8 prósenta fylgi og í könnun Gallup mælist flokkurinn með 13,4 prósent. „En það er sama. Til þess að ná mjög góðum árangri í kosningunum þá þyrfti svona flokkur að ná mjög góðu flugi,“ segir Eiríkur. Af minni flokkum er vert að nefna að Dögun fær 2,1 prósents fylgi og Flokkur fólksins fær 3,3 prósent. Aðrir flokkar fá minna. Eiríkur segir að frammistaða Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðuþáttum í Ríkissjónvarpinu skipti sköpum. „Þetta fylgi Flokks fólksins er auðvitað tilkomið út af góðri frammistöðu Ingu. Hún hefur sprottið fram eins og fullbúin pólitísk stjarna,“ segir hann. Eiríkur segir að miðað við niðurstöður nýju könnunarinnar sé hægt að tala um fjórar deildir á pólitíska sviðinu. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar séu í efstu deild, síðan koma Vinstri græn sem eru ein í annarri deild. Svo koma Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin í þriðju deildinni. „Það er alveg óvíst að allir þessir flokkar nái inn á þing. Það gæti alveg verið að einhver þeirra detti út í utandeildina,“ segir Eiríkur Bergmann. Yrðu niðurstöður kosninganna í takti við niðurstöður könnunarinnar fengju Píratar og Sjálfstæðismenn sextán þingmenn hvor. Tíu þingmenn sætu í þingflokki VG, sex í þingflokki Framsóknarflokksins. Þingflokkar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar yrðu svo jafnstórir eða með fimm menn í hverjum flokki.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuFylgi flokka breytist töluvert á milli kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar halda öruggri forystu í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður könnunar sem gerð var 10. og 11. október benda þó til þess að Sjálfstæðisflokkurinn tapi einhverju fylgi frá könnun sem gerð var viku fyrr. Núna mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósenta fylgi en mældist með 25,9 prósent fyrir viku. Píratar bæta aftur á móti nokkuð við sig fylgi milli vikna. Þeir voru með 19,2 prósenta fylgi í síðustu viku en eru með 22,8 prósent núna. Þá bæta Vinstri græn við sig 2,5 prósentum og Framsóknarflokkurinn tapar 2,9 prósentum milli vikna. Að öðru leyti eru litlar breytingar á fylgi flokkanna. „Það má kannski segja að þetta sé að byrja að setjast. Ég myndi nú samt ekki ganga svo langt að segja að myndin sé orðin skýr. Það sem vekur mesta athygli hjá mér hérna er að þið eruð að fá betri svörun,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Þar vísar hann til þess að í könnuninni sem gerð var í byrjun vikunnar tóku 67,2 prósent afstöðu en 58,6 prósent tóku afstöðu í könnuninni í síðustu viku. „Það segir mér að fólk er svona betur farið að gera upp sinn hug. Og hugsanlega er könnunin orðin marktækari en þær sem á undan gengu,“ segir Eiríkur Bergmann um þessa þróun í könnuninni. Hann segir nokkrar áhugaverðar línur birtast í könnuninni. Sú fyrsta að fjórflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og VG, eru einungis með 53,6 prósent af fylginu. Önnur sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að lækka í könnunum Fréttablaðsins. „Hann er reyndar ekkert lægri en hann hefur verið sumstaðar í öðrum könnunum. En hann er farinn að lækka hjá ykkur og það er eftirtektarvert,“ segir Eiríkur Bergmann. Í síðustu könnun Gallup sem gerð var 16. til 29. september var Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7 prósenta fylgi og 20,6 prósent í könnun MMR sem gerð var 20. til 26. september. Þá segir Eiríkur það líka eftirtektarvert hvað Píratar halda sínu fylgi. „Það veit á að þeir muni kannski ekki hrynja fyrir kosningar eins og einhverjir hefðu getað spáð.“ Þá veki það líka athygli að Björt framtíð haldi áfram að klóra sig upp og í þessari könnun sé flokkurinn kominn dálítið vel yfir fimm prósenta þröskuldinn. Þá segir Eiríkur stöðu Viðreisnar athyglisverða. „Mér finnst eftirtektarvert að Viðreisn, þó hún mæti sterk til leiks, þá nær hún ekki því háflugi sem maður hefði getað haldið um tíma að hún myndi ná,“ segir Eiríkur. Þar bendir hann líka á að Fréttablaðið mæli Viðreisn ögn lægri en aðrir könnunaraðilar.Eiríkur BergmannÍ nýjustu könnun MMR mældist flokkurinn til dæmis með 12,8 prósenta fylgi og í könnun Gallup mælist flokkurinn með 13,4 prósent. „En það er sama. Til þess að ná mjög góðum árangri í kosningunum þá þyrfti svona flokkur að ná mjög góðu flugi,“ segir Eiríkur. Af minni flokkum er vert að nefna að Dögun fær 2,1 prósents fylgi og Flokkur fólksins fær 3,3 prósent. Aðrir flokkar fá minna. Eiríkur segir að frammistaða Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðuþáttum í Ríkissjónvarpinu skipti sköpum. „Þetta fylgi Flokks fólksins er auðvitað tilkomið út af góðri frammistöðu Ingu. Hún hefur sprottið fram eins og fullbúin pólitísk stjarna,“ segir hann. Eiríkur segir að miðað við niðurstöður nýju könnunarinnar sé hægt að tala um fjórar deildir á pólitíska sviðinu. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar séu í efstu deild, síðan koma Vinstri græn sem eru ein í annarri deild. Svo koma Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin í þriðju deildinni. „Það er alveg óvíst að allir þessir flokkar nái inn á þing. Það gæti alveg verið að einhver þeirra detti út í utandeildina,“ segir Eiríkur Bergmann. Yrðu niðurstöður kosninganna í takti við niðurstöður könnunarinnar fengju Píratar og Sjálfstæðismenn sextán þingmenn hvor. Tíu þingmenn sætu í þingflokki VG, sex í þingflokki Framsóknarflokksins. Þingflokkar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar yrðu svo jafnstórir eða með fimm menn í hverjum flokki.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuFylgi flokka breytist töluvert á milli kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira