Verkföll minnka framleiðslu hjá Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 07:00 Úr verksmiðju Hyundai. Mynd/Hyundai Tíð verkföll í samsetningarverksmiðjum Hyundai-bílaframleiðandans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrirtækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða framleiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomnar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verksmiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvarsmenn Hyundai og stjórnvöld landsins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samning á allra næstu dögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tíð verkföll í samsetningarverksmiðjum Hyundai-bílaframleiðandans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrirtækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða framleiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomnar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verksmiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvarsmenn Hyundai og stjórnvöld landsins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samning á allra næstu dögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira