Það nýjasta úr smiðju Jóns Gnarr er sjónvarpsþátturinn Borgarstjórinn sem hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn.
Á dögunum var sérstakur þáttur sýndur á Stöð 2 um gerð þáttanna þar sem áhorfendur fá að skyggnast á bakvið tjöldin, kynnast leikurunum og sjá hvernig hlutirnir eru gerðir í svo stórri þáttaröð.
Að þættinum koma margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar og má búast við að þarna verði tekið á heimi pólitíkur af mikilli þekkingu og með beittum húmor enda kemur þessi þáttaröð frá fyrrverandi borgarstjóra sem hefur auðvitað verið í innsta kjarna í ráðhúsi Reykjavíkur og þekkir þar hvern krók og kima.
Líklega má fullyrða að í heiminum hafi grínisti sjaldan verið í þessari stöðu við skrif á þáttaröð sem þessa.
Hér að ofan má sjá þáttinn þar sem farið er bak við tjöldin í Borgarstjóranum.
Bak við tjöldin: Jón Gnarr fór á fund með framhaldskólanemum og fékk hugmynd að þætti
Tengdar fréttir

Rauk þunnur inn á klósett á fundi í sendistovu Föroya
Það nýjasta úr smiðju Jóns Gnarr er sjónvarpsþátturinn Borgarstjórinn sem hefur göngu sína á Stöð 2 þann 16. október.